Erlent

Mörg hundruð manns grófust í aurskriðu í Kína

Óli Tynes skrifar
Björgunarsveitir að störfum á slysstað.
Björgunarsveitir að störfum á slysstað. MYND/AP

Mörghundruð manna er enn saknað eftir að sjö metra há aurskriða féll á þorp í norðanverðu Kína í gær.

Skriðan féll í miklu vatnsveðri þegar stífla brast fyrir ofan þorpið. Í stíflunni var úrgangur frá ólöglegri námu.

Eigendur námunnar hafa þegar verið handteknir. Skriðan sópaði með sér útimarkaði, íbúðarhúsum og skrifstofubyggingum.

Sjónarvottar segja að þetta hafi gerst á nokkrum mínútum. Þúsund manna björgunarlið er nú að leita í húarústum og í skriðunni sjálfri.

Búið er að finna nokkra tugi líka en ólíklegt þykir að nokkur finnist á lífi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×