Þegar Musso var málið Bergsteinn Sigurðsson skrifar 2. maí 2008 00:01 Munið þið þegar þeirri skrítnu hugmynd skaut niður á Íslandi að enginn væri maður með mönnum nema hann eignaðist straumlínulagaðan jeppa sem hét hinu afspyrnu kjánalega og óþjála nafni SsangYong Musso? Burgeisarnir á Seltjarnarnesi og í Garðabæ sáu auðvitað við nýjabruminu og héldu sig við Pajero og Patrol en stéttirnar sem voru nýbúnar að brjótast til velmegunar féllu kylliflatar fyrir þessu kóreska þarfaþingi - ekki síst úti á landi. Á landsbyggðinni slógu oddvitar, sýslumenn og orkubústjórar tóninn og í kjölfarið fylgdu trillukarlarnir; annar hver seldi kvótann, settist upp í Löduna og ók suður með peningana en sneri aftur á Musso. Um stutt skeið var sómi sjávarbyggða metinn í fjölda Musso-jeppa. Að koma frá tíu Mussoa bæjarfélagi vestur á fjörðum þótti um tíma hreint ekki ónýtt; sýndi að verðmætasköpunin hefði aldeilis borið ávöxt og menn komið ár sinni vel fyrir borð. Svo hallaði á ógæfuhliðina. Verkfræðingarnir í Seúl höfðu ekki sýnt þá fyrirhyggju að gera ráð fyrir hinum alræmdu „íslensku aðstæðum" (það er að segja handónýtu vegakerfi) og fyrr en varði fylltust bílaverkstæði af Musso-jeppum með ónýta vatnskassa, bilaðar sjálfskiptingar og brotin drifsköft. Trillukarlar sátu uppi kvótalausir með ónýtan jeppa og grétu Lödurnar sárt. Þetta var áfall, ekki síst fyrir sjálfsmynd margra hinna dreifðu byggða. Sjálfur var ég á bílprófsaldri á þessum tíma og man vel að skyndilega þýddi lengur ekki að slá um sig með þeirri staðreynd að vera frá tíu Mussoa þorpi. Í einu vetfangi var Kóreujeppinn orðinn að tákngervingi stöðnunar. Það verður hins vegar ekki af jeppainnflytjendum tekið að þeir lærðu af reynslunni því undanfarin áratug hefur ekki sá jeppi verið fluttur inn til landsins án þess að auglýst sé að hann sé „sérhannaður fyrir íslenskar aðstæður" - með öðrum orðum hægt að aka honum fyrirhafnarlaust frá Reykjavík til Akureyrar. Það er hins vegar engum lengur kappsmál að eignast Musso. Af og til er þó hægt að rekast á smáauglýsingar í dagblöðunum þar sem eigendur ónýtra Musso-jeppa reyna að pranga varahlutum hver inn á annan. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Niðurlæging Musso-skeiðisins varði sem betur fer stutt en kenndi okkur dreifurunum aftur á móti að meta að verðleikum bifreiðina sem tryggði að við kæmumst leiðar okkar hvað sem á gekk. Hvenær skyldi Lödu-setrið verða opnað? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bergsteinn Sigurðsson Mest lesið Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Bönnum íþróttamót barna fyrir kl. 10 um helgar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Opið bréf til Ingu Sæland Ragnar Erling Hermannsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Svar við greininni „Lífsstílslæknar og samsæriskenningar um mettaða fitu“ Hópur lækna Skoðun Vatnamálalögin og Hvammsvirkjun: Almannaheill ? Mörður Árnason Skoðun Spurningar og svör um Evrópumál Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Rangfeðranir Sævar Þór Jónsson Skoðun Ekkert samráð – ekkert traust Björg Eva Erlendsdóttir Skoðun
Munið þið þegar þeirri skrítnu hugmynd skaut niður á Íslandi að enginn væri maður með mönnum nema hann eignaðist straumlínulagaðan jeppa sem hét hinu afspyrnu kjánalega og óþjála nafni SsangYong Musso? Burgeisarnir á Seltjarnarnesi og í Garðabæ sáu auðvitað við nýjabruminu og héldu sig við Pajero og Patrol en stéttirnar sem voru nýbúnar að brjótast til velmegunar féllu kylliflatar fyrir þessu kóreska þarfaþingi - ekki síst úti á landi. Á landsbyggðinni slógu oddvitar, sýslumenn og orkubústjórar tóninn og í kjölfarið fylgdu trillukarlarnir; annar hver seldi kvótann, settist upp í Löduna og ók suður með peningana en sneri aftur á Musso. Um stutt skeið var sómi sjávarbyggða metinn í fjölda Musso-jeppa. Að koma frá tíu Mussoa bæjarfélagi vestur á fjörðum þótti um tíma hreint ekki ónýtt; sýndi að verðmætasköpunin hefði aldeilis borið ávöxt og menn komið ár sinni vel fyrir borð. Svo hallaði á ógæfuhliðina. Verkfræðingarnir í Seúl höfðu ekki sýnt þá fyrirhyggju að gera ráð fyrir hinum alræmdu „íslensku aðstæðum" (það er að segja handónýtu vegakerfi) og fyrr en varði fylltust bílaverkstæði af Musso-jeppum með ónýta vatnskassa, bilaðar sjálfskiptingar og brotin drifsköft. Trillukarlar sátu uppi kvótalausir með ónýtan jeppa og grétu Lödurnar sárt. Þetta var áfall, ekki síst fyrir sjálfsmynd margra hinna dreifðu byggða. Sjálfur var ég á bílprófsaldri á þessum tíma og man vel að skyndilega þýddi lengur ekki að slá um sig með þeirri staðreynd að vera frá tíu Mussoa þorpi. Í einu vetfangi var Kóreujeppinn orðinn að tákngervingi stöðnunar. Það verður hins vegar ekki af jeppainnflytjendum tekið að þeir lærðu af reynslunni því undanfarin áratug hefur ekki sá jeppi verið fluttur inn til landsins án þess að auglýst sé að hann sé „sérhannaður fyrir íslenskar aðstæður" - með öðrum orðum hægt að aka honum fyrirhafnarlaust frá Reykjavík til Akureyrar. Það er hins vegar engum lengur kappsmál að eignast Musso. Af og til er þó hægt að rekast á smáauglýsingar í dagblöðunum þar sem eigendur ónýtra Musso-jeppa reyna að pranga varahlutum hver inn á annan. Það er auðvelt að vera vitur eftir á. Niðurlæging Musso-skeiðisins varði sem betur fer stutt en kenndi okkur dreifurunum aftur á móti að meta að verðleikum bifreiðina sem tryggði að við kæmumst leiðar okkar hvað sem á gekk. Hvenær skyldi Lödu-setrið verða opnað?