Erlent

Sakleysingjar stráfelldir í Afganistan

Óli Tynes skrifar
Ástvinur borinn til grafar.
Ástvinur borinn til grafar.

Nær fimmtánhundruð óbreyttir borgarar hafa verið drepnir í Afganistan það sem af er þessu ári, að sögn Mannréttindaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna.

Það er tæplega fjörutíu prósenta aukning frá sama tímabili í fyrra.

Af þeim féllu 800 fyrir Talibönum og öðrum vígasveitum og 577 fyrir afgönskum hersveitum og bandamönnum þeirra. Óvissa er um 68 dauðsföll.

Mannréttindaskrifstofan segir að mannfallið haldist í hendur við skipulagða herferð Talibana gegn læknum, kennurum, stúdentum, opinberum starfsmönnum, byggingaverkamönnum og fleirum.

Flestir þeirra sem féllu fyrir sveitum bandamanna í Afganistan létu lífið í loftárásum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×