Erlent

Forseti Gíneu borinn til grafar

Guðjón Helgason skrifar
Jarðarför Lansana Conté, fyrrverandi forseta Gíneu, fór fram í höfuðborginni Conakry í dag.
Jarðarför Lansana Conté, fyrrverandi forseta Gíneu, fór fram í höfuðborginni Conakry í dag. MYND/AP

Lansana Conté, fyrrverandi forseti Vestur-Afríkuríkisins Gíneu, var borinn til grafar með viðhöfn í höfuðborginni Conakry í dag. Conté, sem var forseti Gíneu í nær aldarfjórðung lést á mánudaginn eftir langvinn veikindi. Ekki hefur verið gefið upp hvað hrjáði hann.

Conté rændi völdum í Gíenu 1984. Stjórnmálaskýrendur segja hann hafa verið talinn vera spilltur einræðisherra. Herforingjar tóku þegar völdin í Gíneu þegar tilkynnt var um andlát Conté.

Alþjóðasamfélagið krefst þess að þegar verði boðað til kosninga. Herforinginn Moussa Camara, sem nú titlar sig forseta, segir að þær verði haldnar 2010.

Íbúar í Gíneu eru margir sagðir sáttir við nýja stjórn því með henni sé bundinn endir á alræði Conté og hans manna. Vonir munu bundnar við að nýr forseti færi landið í átt til lýðræðis og velsældar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×