Erlent

Tíbetum hótað brottrekstri frá Nepal

Mótmæli í Nepal vegna Tíbets.
Mótmæli í Nepal vegna Tíbets.
Maóista-stjórnin í Nepal ætlar að reka úr landi alla tíbetska flóttamenn sem ekki hafa tilskilin leyfi. Yfir 20 þúsund Tíbetar búa í Nepal.

Talið er að með þessu ætli stjórnvöld að binda enda á mótmæli gegn hernámi Kína á Nepal.

Ólíklegt er að þeir sem ekki hafa sína pappíra í lagi þori að taka áhættuna af því að vera handteknir í mótmælagöngum.

Þær hafa verið margar í landinu undanfarna mánuði. Þúsundir Tíbeta flúðu til Nepal eftir misheppnaða uppreisn gegn Kínverjum árið 1959.

Þeir sem fyrstir komu fengu hæli sem pólitískir flóttamenn. Nýir flóttamenn fá hinsvegar ekki landvistarleyfi.

Þeim er skilað í hendur Flóttamannahjálpar Sameinuðu þjóðanna sem kemur þeim til Indlands þar sem andlegur leiðtogi þeirra Dalai Lama býr.

Nú ætla Nepalir hinsvegar að senda aftur til Tíbets alla þá sem ekki hafa stöðu flóttamanna eða þá persónuskjöl frá Sameinuðu þjóðunum.

Í óeirðunum undanfarna mánuði voru yfir 10 þúsund Tíbetar handteknir í Nepal. Þeim var hinsvegar sleppt eftir einn eða tvo daga.

Kínverjar hafa verið að þrýsta á Nepal að ganga harðar fram í að stöðva mótmæli vegna Tíbets.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×