Klitschko mætir Thompson annað kvöld 11. júlí 2008 17:52 Thompson og Klitschko horfast í augu á blaðamannafundi í Hamburg NordcPhotos/GettyImages Heimsmeistarinn Wladimir Klitschko mun annað kvöld verja IBF, WBO og IBO meistaratitla sína í þungavigt þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Tony Thompson í Hamburg. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:00. Klitschko er 32 ára gamall og sameinaði WBO og IBF titlana þegar hann lagði Sultan Ibragimov í New York í febrúar sl. Klitschko hefur barist 50 sinnum á ferlinum og unnið 44 þeirra á rothöggi og tapað aðeins þrisvar. Thompson er 36 ára og hefur barist 31 sinni á ferlinum. Hann hefur tapað aðeins einu sinni. Hann hefur unnið 19 af bardögum sínum á rothöggi og er fremsti áskorandinn í WBO deildinni. Klitschko á raunar ekki sérstakar minningar frá viðureignum sínum við Thompson, því Bandaríkjamaðurinn var æfingafélagi hans fyrir sögulegan bardaga Klitschko gegn Corrie Sanders árið 2003. Sá bardagi var rétt búinn að binda enda á feril Klitschko, sem tapaði mjög óvænt á rothöggi í annari lotu. Síðan hefur Úkraínumaðurinn heldur betur tekið sig saman í andlitinu og hefur unnið alla átta bardaga sína síðan. "Ég er búinn að gleyma þessum bardaga, en síðan hef ég sannarlega lært að þú mátt ekki vanmeta andstæðinga þína," sagði Klitschko. Thompson man vel eftir því þegar hann var andstæðingur Úkraínumannsins á sínum tíma, en segir allt aðra stöðu uppi á teningnum nú. "Ég er hundrað sinnum betri í dag en ég var þá, en hann var aftur á móti upp á sitt besta á þeim tíma. Mér er því alveg sama hvort hann man eftir mér eða ekki," sagði Thompson. Segja má að þeir Klitschko og Thompson gætu ekki komið úr ólíkari áttum, því á meðan Klitschko er moldríkur, menntaður og kemur af efnuðu og vel settu fólki - ólst Bandaríkjamaðurinn upp í fátækrahverfi á meðan faðir hans sat í fangelsi. Box Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Sjá meira
Heimsmeistarinn Wladimir Klitschko mun annað kvöld verja IBF, WBO og IBO meistaratitla sína í þungavigt þegar hann mætir Bandaríkjamanninum Tony Thompson í Hamburg. Bardaginn verður sýndur beint á Stöð 2 Sport og hefst útsending klukkan 19:00. Klitschko er 32 ára gamall og sameinaði WBO og IBF titlana þegar hann lagði Sultan Ibragimov í New York í febrúar sl. Klitschko hefur barist 50 sinnum á ferlinum og unnið 44 þeirra á rothöggi og tapað aðeins þrisvar. Thompson er 36 ára og hefur barist 31 sinni á ferlinum. Hann hefur tapað aðeins einu sinni. Hann hefur unnið 19 af bardögum sínum á rothöggi og er fremsti áskorandinn í WBO deildinni. Klitschko á raunar ekki sérstakar minningar frá viðureignum sínum við Thompson, því Bandaríkjamaðurinn var æfingafélagi hans fyrir sögulegan bardaga Klitschko gegn Corrie Sanders árið 2003. Sá bardagi var rétt búinn að binda enda á feril Klitschko, sem tapaði mjög óvænt á rothöggi í annari lotu. Síðan hefur Úkraínumaðurinn heldur betur tekið sig saman í andlitinu og hefur unnið alla átta bardaga sína síðan. "Ég er búinn að gleyma þessum bardaga, en síðan hef ég sannarlega lært að þú mátt ekki vanmeta andstæðinga þína," sagði Klitschko. Thompson man vel eftir því þegar hann var andstæðingur Úkraínumannsins á sínum tíma, en segir allt aðra stöðu uppi á teningnum nú. "Ég er hundrað sinnum betri í dag en ég var þá, en hann var aftur á móti upp á sitt besta á þeim tíma. Mér er því alveg sama hvort hann man eftir mér eða ekki," sagði Thompson. Segja má að þeir Klitschko og Thompson gætu ekki komið úr ólíkari áttum, því á meðan Klitschko er moldríkur, menntaður og kemur af efnuðu og vel settu fólki - ólst Bandaríkjamaðurinn upp í fátækrahverfi á meðan faðir hans sat í fangelsi.
Box Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Handbolti Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Fótbolti „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ Handbolti „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ Körfubolti Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Enski boltinn Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Golf „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Körfubolti Steinunn hætt í landsliðinu Handbolti Fleiri fréttir Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Dagskráin: Masters, hitað upp fyrir Bestu kvenna og úrslitakeppnin í Bónus Vilja reka liðsfélaga Rúnars Alex úr landi Rose með þriggja högga forystu á Mastersmótinu Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þeir spila mjög fast og komast upp með það“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ „Hann er langbesti varnarmaðurinn í þessari deild“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Valur-Grindavík 75-86 | Grindvíkingar í lykilstöðu Markvörður Frankfurt átti stórleik á móti Tottenham Onana gaf tvö mörk og United missti af sigri í blálokin Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Albert hvíldur þegar Fiorentina vann í Slóveníu Uppgjör: Tindastóll-Keflavík 100-75 | Stólarnir sópuðu Keflvíkingum í sumarfrí Leo Beenhakker látinn Strákarnir hans Freys unnu aftur og nú í Íslendingaslag Bodö/Glimt með sögulegt takmark í augsýn Chelsea afgreiddi einvígið í fyrri leiknum í Póllandi Magdeburg nálgast toppinn eftir stórsigur í Íslendingaslag Sænsku stelpurnar voru 28-8 yfir í hálfleik Krakkakrúttin stálu sviðsljósinu á miðvikudegi fyrir Mastersmótið Þrír aðstoða Pekka með landsliðið Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Látinn laus eftir handtöku vegna meints heimilisofbeldis Elín Metta má spila með Val Beta barði trommuna í belgísku víkingaklappi Sjáðu glæsimörkin úr Meistaradeildinni í gær Fylgstu með þessum tíu á Masters Sjá meira