Erlent

Barack Obama maður ársins hjá Time

Guðjón Helgason skrifar
Fréttatímaritið Time hefur valið Barack Obama mann ársins 2008.
Fréttatímaritið Time hefur valið Barack Obama mann ársins 2008. MYND/AP

Bandaríska fréttatímaritið Time hefur valið Barack Obama, verðandi Bandaríkjaforseta, sem mann ársins 2008. Það var ákveðið eftir að hann varði fyrsti blökkumaðurinn til að ná kjöri í embætti forseta Bandaríkjanna. Í umsögn segir að hann hafi náð kjöri þrátt fyrir reynsluleys og lagt tvö þrautreynda andstæðinga.

Þeir sem næst komu í vali Time voru Hank Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, Nicolas Sarkozy, Frakklandsforseti, Sarah Palin, varaforsetaefni Repúblíkanaflokksins, og kínverski kvikmyndaleikstjórinn Zhan Yimou.

Í fyrra varð Valdimír Pútín, þáverandi Rússlandsforseti og núverandi forsætisráðherra, fyrir valinu og 2006 var það almenningur í heiminum fyrir að hafa gerbyult allri fjölmiðlun í heiminum með hjálp netsins.

Valið hefur oft verið umdeilt enda fá þeir titilinn sem mest hafa haft áhrif á heiminn hverju sinni, til góðs eða ills. Meðal titilhafa eru Adolf Hitler árið 1938, Jósef Stalín 1939 og 1942 og Khomeini erkiklerkur 1979.

Umfjöllun Time um mann ársins 2008.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×