Bandaríska stúlkan TaKesha Watson mun ekki leika með Íslandsmeisturum Keflavíkur í Iceland Express deildinni næsta vetur. Þetta staðfesti Jón Halldór Eðvaldsson í viðtali á karfan.is í dag.
Watson lék með Keflavík síðustu tvö ár og var kjörinn besti leikmaður úrslitakeppninnar í vor þegar hún fór á kostum með liði Íslandsmeistaranna.
Jón Halldór sagði körfuknattleiksdeild Keflavíkur vera langt á veg komna með að semja við annan bandarískan leikmann fyrir átökin í deildinni í vetur.