Meistararnir geta dottið niður í sjötta sætið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 16. apríl 2008 09:52 Tim Duncan og félagar í San Antonio eiga spennandi úrslitakeppni í vændum. Nordic Photos / Getty Images Lokakeppnisdagur tímabilsins í NBA-deildinni fyrir úrslitakeppnina fer fram í nótt. Enn ríkir gríðarlega mikil spenna í Vesturdeildinni ef frá eru talin tvö efstu sætin sem LA Lakers og New Orleans hafa þegar tryggt sér. Lakers tryggði sér efsta sætið í Vesturdeildinni í nótt með sigri á Sacramento í nótt en það er eitt fárra liða sem spilar ekki nú í kvöld. Alls fara fjórtán leikir fram í nótt. Annað hvort Denver eða Dallas lenda í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Lakers mætir liðinu sem verður í áttunda sæti sem er Denver eins og staðan er nú. Denver þarf því að vinna Memphis á heimavelli í nótt og stóla á að Dallas tapi fyrir New Orleans á heimavelli í kvöld - ef leikmenn Denver vilja sleppa við Lakers. En þar sem New Orleans hefur efni á því að tapa í nótt er ekki ólíklegt að sterkustu leikmenn liðsins fái að hvíla sig gegn Dallas í kvöld. Það ríkir mesta spennan um 3.-6. sætið í Vestrinu. Þar er staðan svo jöfn að það er allt eins líklegt að öll fjögur liðin - San Antonio, Utah, Houston og Phoenix, verði með sama árangurinn - 55 sigra og 27 töp. Þá mun niðurröðun ráðast af árangri í innbyrðisviðureignum. Utah er hins vegar undanskilið því þar sem liðið er öruggt með efsta sætið í sínum riðli. San Antonio er ríkjandi NBA-meistari og mætir einmitt Utah í lokaumferðinni í kvöld. Sem stendur er San Antonio í þriðja sæti en ef liðið tapar í kvöld og Houston og Phoenix vinna sína leiki (sem er alls ekki ólíklegt) verða það hlutskipti San Antonio að lenda í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Hér má sjá á vefútgáfu The Salt Lake Tribune hvaða mótherja Utah gæti hugsanlega fengið í úrslitakeppninni miðað við öll möguleg úrslit í kvöld. Það eina sem er öruggt í þessu er að Utah verður aldrei neðar en í fjórða sæti og er því öruggt með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er dýrmætt því Utah er með besta árangur allra liða í NBA-deildarinnar á heimavelli í vetur. Það er því einnig ljóst að aðeins eitt hinna liðanna þriggja - San Antonio, Phoenix og Houston - verður með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikir kvöldsins hafa hins vegar litla þýðingu fyrir Austurdeildina þar sem það er ljóst hvaða lið mætast þar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar: Boston Celtics - Atlanta Hawks Detroit Pistons - Philadelphia 76ersOrlando Magic - Toronto Raptors Cleveland Cavaliers - Washington Wizards NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Lokakeppnisdagur tímabilsins í NBA-deildinni fyrir úrslitakeppnina fer fram í nótt. Enn ríkir gríðarlega mikil spenna í Vesturdeildinni ef frá eru talin tvö efstu sætin sem LA Lakers og New Orleans hafa þegar tryggt sér. Lakers tryggði sér efsta sætið í Vesturdeildinni í nótt með sigri á Sacramento í nótt en það er eitt fárra liða sem spilar ekki nú í kvöld. Alls fara fjórtán leikir fram í nótt. Annað hvort Denver eða Dallas lenda í sjöunda og áttunda sæti deildarinnar. Lakers mætir liðinu sem verður í áttunda sæti sem er Denver eins og staðan er nú. Denver þarf því að vinna Memphis á heimavelli í nótt og stóla á að Dallas tapi fyrir New Orleans á heimavelli í kvöld - ef leikmenn Denver vilja sleppa við Lakers. En þar sem New Orleans hefur efni á því að tapa í nótt er ekki ólíklegt að sterkustu leikmenn liðsins fái að hvíla sig gegn Dallas í kvöld. Það ríkir mesta spennan um 3.-6. sætið í Vestrinu. Þar er staðan svo jöfn að það er allt eins líklegt að öll fjögur liðin - San Antonio, Utah, Houston og Phoenix, verði með sama árangurinn - 55 sigra og 27 töp. Þá mun niðurröðun ráðast af árangri í innbyrðisviðureignum. Utah er hins vegar undanskilið því þar sem liðið er öruggt með efsta sætið í sínum riðli. San Antonio er ríkjandi NBA-meistari og mætir einmitt Utah í lokaumferðinni í kvöld. Sem stendur er San Antonio í þriðja sæti en ef liðið tapar í kvöld og Houston og Phoenix vinna sína leiki (sem er alls ekki ólíklegt) verða það hlutskipti San Antonio að lenda í sjötta sæti Vesturdeildarinnar. Hér má sjá á vefútgáfu The Salt Lake Tribune hvaða mótherja Utah gæti hugsanlega fengið í úrslitakeppninni miðað við öll möguleg úrslit í kvöld. Það eina sem er öruggt í þessu er að Utah verður aldrei neðar en í fjórða sæti og er því öruggt með heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Það er dýrmætt því Utah er með besta árangur allra liða í NBA-deildarinnar á heimavelli í vetur. Það er því einnig ljóst að aðeins eitt hinna liðanna þriggja - San Antonio, Phoenix og Houston - verður með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Leikir kvöldsins hafa hins vegar litla þýðingu fyrir Austurdeildina þar sem það er ljóst hvaða lið mætast þar í fyrstu umferð úrslitakeppninnar: Boston Celtics - Atlanta Hawks Detroit Pistons - Philadelphia 76ersOrlando Magic - Toronto Raptors Cleveland Cavaliers - Washington Wizards
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn