Við vinnum Eurovision Dr. Gunni skrifar 15. maí 2008 06:00 Það lyftist brúnin á mörgum þegar Eurobandið komst upp úr undankeppninni. Nei sko, hugsaði fólk. Eurovision-partíiin voru fjölmenn út um allan bæ á laugardeginum, enda í fyrsta sinn síðan 2004 sem við vorum með í aðalkeppninni. Iss, þetta er ömurleg keppni, sögðu allir en gláptu undir drep. Okkar fólk stóð sig vel og eftir tvo tíma af rjóma evrópskrar alþýðutónlistar hófst stigagjöfin. Við fengum tólf stig frá Finnum í fyrstu atrennu og svo fjölgaði stigunum látlaust. Sænska plastbomban Charlotte fylgdi þó fast á hæla okkar og á tímabili leit út fyrir að hún myndi vinna þetta. Landsmenn nöguðu neglur á sætisbrúnum þegar síðustu stigin frá Portúgal voru lesin upp. Sænska vélmennið fékk bara fimm stig... og bíddu við, Ísland douze pointe! Í hverju húsi var gargað af fögnuði þegar Friðrik og Regína stigu aftur á svið í glimmerregni og tóku sigurlagið This is my life. Þjóðin söng með - loksins loksins! - fjandmenn féllust i faðma, tárin flóðu. Seinna um kvöldið var miðbærinn útlítandi eins og þrjú gamlárskvöld hefðu runnið saman í eitt. Logar brunnu enn í gömlu Morgunblaðshöllinni undir morgun, fjórir verðir í klukkubúðum lágu illa haldnir á slysadeild og sjöhundruð voru sektaðir fyrir að míga á veggi. Viku síðar fékk löggan rafbyssur. Og tvo skriðdreka. Ekki var talað um annað en sigurinn næstu vikurnar. Þjóðin var í skýjunum, allir nema karlinn í sjónvarpsbúðinni sem þurfti að gefa átta flatskjái. Svartnættið sem hafði hangið yfir þjóðarsálinni síðan kreppan kom um páskana gufaði snarlega upp. Svakaleg uppsveifla einkenndi sumarið. Fljótlega fóru húsbílar aftur að seljast og yfirflæðandi bílaplanið í Sundahöfn tæmdist. Krónan hækkaði og hækkaði, Elton John kom aftur og aftur og spilaði í afmælum auðkýfinga. Enginn minntist á Evru og Evrópusamband. Bankarnir fengu sjálfstraust á ný, slógu lán í útlöndum og fóru að dæla út peningum. Allt varð æðislegt á ný. Geir Ólafsson keppti fyrir okkar hönd í Egilshöll 2009, en laut naumlega í gras fyrir fótalausu stúlkunni frá Aserbaídsjan. Það var samt eindóma álit allra að aldrei hefði tekist eins vel upp við að halda Eurovisionkeppni. Ef þessi draumsýn klikkar má svo náttúrlega bara byggja enn eitt álverið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dr. Gunni Mest lesið Verri framkoma en hjá Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ísrael – brostnir draumar og lygar Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun GPT‑5 kemur í ágúst – áskoranir og tækifæri fyrir Ísland Sigvaldi Einarsson Skoðun Við tölum um vöxt — en gleymum því sem vex Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun Ætla þau að halda áfram að grafa sína eigin gröf? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Þú ert búin að eyðileggja líf mitt!!! Sandra Ósk Jóhannsdóttir Skoðun Landið talar Davíð Arnar Oddgeirsson Skoðun Þegar hið smáa verður risastórt Sigurjón Þórðarson Skoðun Halldór 26.07.2025 Halldór
Það lyftist brúnin á mörgum þegar Eurobandið komst upp úr undankeppninni. Nei sko, hugsaði fólk. Eurovision-partíiin voru fjölmenn út um allan bæ á laugardeginum, enda í fyrsta sinn síðan 2004 sem við vorum með í aðalkeppninni. Iss, þetta er ömurleg keppni, sögðu allir en gláptu undir drep. Okkar fólk stóð sig vel og eftir tvo tíma af rjóma evrópskrar alþýðutónlistar hófst stigagjöfin. Við fengum tólf stig frá Finnum í fyrstu atrennu og svo fjölgaði stigunum látlaust. Sænska plastbomban Charlotte fylgdi þó fast á hæla okkar og á tímabili leit út fyrir að hún myndi vinna þetta. Landsmenn nöguðu neglur á sætisbrúnum þegar síðustu stigin frá Portúgal voru lesin upp. Sænska vélmennið fékk bara fimm stig... og bíddu við, Ísland douze pointe! Í hverju húsi var gargað af fögnuði þegar Friðrik og Regína stigu aftur á svið í glimmerregni og tóku sigurlagið This is my life. Þjóðin söng með - loksins loksins! - fjandmenn féllust i faðma, tárin flóðu. Seinna um kvöldið var miðbærinn útlítandi eins og þrjú gamlárskvöld hefðu runnið saman í eitt. Logar brunnu enn í gömlu Morgunblaðshöllinni undir morgun, fjórir verðir í klukkubúðum lágu illa haldnir á slysadeild og sjöhundruð voru sektaðir fyrir að míga á veggi. Viku síðar fékk löggan rafbyssur. Og tvo skriðdreka. Ekki var talað um annað en sigurinn næstu vikurnar. Þjóðin var í skýjunum, allir nema karlinn í sjónvarpsbúðinni sem þurfti að gefa átta flatskjái. Svartnættið sem hafði hangið yfir þjóðarsálinni síðan kreppan kom um páskana gufaði snarlega upp. Svakaleg uppsveifla einkenndi sumarið. Fljótlega fóru húsbílar aftur að seljast og yfirflæðandi bílaplanið í Sundahöfn tæmdist. Krónan hækkaði og hækkaði, Elton John kom aftur og aftur og spilaði í afmælum auðkýfinga. Enginn minntist á Evru og Evrópusamband. Bankarnir fengu sjálfstraust á ný, slógu lán í útlöndum og fóru að dæla út peningum. Allt varð æðislegt á ný. Geir Ólafsson keppti fyrir okkar hönd í Egilshöll 2009, en laut naumlega í gras fyrir fótalausu stúlkunni frá Aserbaídsjan. Það var samt eindóma álit allra að aldrei hefði tekist eins vel upp við að halda Eurovisionkeppni. Ef þessi draumsýn klikkar má svo náttúrlega bara byggja enn eitt álverið.
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun
Truman-ríkið: Tilraunir raunheimsins að komast í gegnum gervihvelfinguna Svala Magnea Ásdísardóttir Skoðun