Viðskipti innlent

365 hækkaði um 4,55 prósent

Ari Edwald, forstjóri 365.
Ari Edwald, forstjóri 365. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í 365 hækkaði um 4,55 prósent í þremur viðskiptum upp á 3,4 milljónir króna í Kauphöll Íslands í dag eftir að stjórn félagsins greindi frá því að það hyggðist taka það af markaði. Á sama tíma féll gengi Færeyjabanka um 5,4 prósent.

Af öðrum félögum hækkaði Kaupþing um 2,38 prósent og Marel um 1,8 prósent.

Þá féll gengi Eik banka um 2,3 prósent og SPRON um 1,8 prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,83 prósent og stendur vísitalan í 4.508 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×