Viðskipti innlent

Rólegt á hlutabréfamarkaði

Ágúst og Lýður Guðmundssynir geta verið sáttir í dag en gengi hlutabréfa í Bakkavör, sem þeir stofnuðu fyrir rúmum 20 árum, er komið úr lægstu lægðum. Það hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir geta verið sáttir í dag en gengi hlutabréfa í Bakkavör, sem þeir stofnuðu fyrir rúmum 20 árum, er komið úr lægstu lægðum. Það hefur hækkað mest í Kauphöllinni í dag. Mynd/Vilhelm.

Gengi hlutabréfa í Bakkavör hefur hækkað um 1,28 prósent frá því viðskipti hófust á hlutabréfamarkaði í dag. Þetta er mesta hækkun dagsins. Gengið fór í 31,3 krónur á hlut fyrir hálfum mánuði og hafði ekki verið lægra í rúm þrjú ár. Það stendur nú í rúmum 35,5 krónum á hlut.

Gengi bréfa í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, hefur sömuleiðis hækkað í dag, um 1,11 prósent.

Á sama tíma hefur gengi bréfa í færeyska olíuleitarfélagi Atlantic Petroleum fallið um rúm sjö prósent. Gengi bréfa í Eik banka hefur lækkað um 2,5 prósent, Icelandair um 1,44 prósent, Existu um 0,59 prósent, Atorku um 0,28 prósent og Kaupþingi um 0,26 prósent.

Úrvalsvísitalan stendur svotil óbreytt frá því á föstudag. Hún hefur lækkað um 0,07 prósent og stendur í 4.824 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×