Viðskipti innlent

Landsbankinn hækkaði mest í dag

Sigurjón Þ. Árnason, annar tveggja forstjóra Landsbankans.
Sigurjón Þ. Árnason, annar tveggja forstjóra Landsbankans. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Teymi féll um 4,34 prósent á rauðum degi í Kauphöll Íslands í dag. Á eftir fylgdi SPRON, sem féll um 3,64 prósent. Landsbankinn og Eimskipafélagið voru einu félögin sem enduðu á grænu í lok dags af þeim fyrirtækjum sem mynda Úrvalsvísitöluna.

Gengi bréfa í Landsbankanum hækkaði um 1,48 prósent en Eimskips um 0,22 prósent.

Þá lækkaði gengi FL Group um 1,63 prósent og Bakkavarar um 1,51 prósent. Gengi annarra félaga lækkaði um tæpt prósent. Einungis gengi bréfa í Straumi og Atorku stóð óbreytt í lok dags.

Úrvalsvísitalan lækkaði um 0,4 prósent og stendur vísitalan í 5.224 stigum. Hún hefur fallið um 17,3 prósent frá áramótum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×