NBA: Lakers í úrslit Vesturdeildarinnar 17. maí 2008 11:27 Leikmenn Utah kláruðu tímabilið á heimavelli í gær. Nordic Photos / Getty Images LA Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar en útkljá þarf viðureign Boston og Cleveland í oddaleik. LA Lakers vann Utah, 108-105, og þar með rimmuna 4-2. Lakers voru með mikla yfirburði í leiknum allt fram í fjórða leikhluta er Utah náði skyndilega að hleypa mikilli spennu í leikinn og minnka muninn mest í tvö stig. Paul Millsap og Deron Williams fengu báðir tækifæri til að jafna metin á síðustu sekúndum leiksins en misnotuðu báðir þriggja stiga tilraunir sínar. Lakers fagnaði því sigri sem var þó fyllilega sanngjarn. Þetta var fyrsti sigurinn á útivelli í þessari viðureign en til þessa hafa heimaliðin í bæði viðureignum Boston og Cleveland annars vegar og New Orleans og San Antonio hins vegar unnið alla leikina til þessa. Enda þarf oddaleik til að knýja fram úrslit í báðum rimmum. Lakers fær því nú nokkra daga í hvíld þar til þar verður ljóst hvort liðið mætir New Orleans eða San Antonio í úrslitunum. Lakers varð í efsta sæti Vesturdeildarinnar og verður því með heimavallarréttinn gegn hvoru liði sem er. Lakers hafði nítján stiga forystu í hálfleik í nótt og sextán stig þegar fjórði leikhlutinn hófst. En þrátt fyrir áhlaup heimamanna misstu leikmenn Lakers ekki taugarnar og klikkuðu á aðeins einu víti síðustu rúmu tvær mínúturnar, þegar mestu máli skipti. Andrei Kirilenko setti niður þrist þegar sextán sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í tvö stig. Bryant jók muninn aftur í fjögur stiga af vítalínuni en Millsap svaraði nánast umsvifalaust með troðslu. Derek Fisher fór þá á vítalínuna og misnotaði síðara skotið sitt sem þýddi að Utah gat tryggt sér framlengingu í síðustu sókn sinni sem hófst þegar tólf sekúndur voru til leiksloka. En sem fyrr segir tókst það ekki. Kobe Bryant lék vel þrátt fyrir að vera aumur í bakinu og skoraði 34 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr níu af nítján skotum utan af velli og nýtti fimmtán af sautján vítaköstum. Pau Gasol kom næstur með sautján stig og Derek Fisher sextán. Deron Williams var stigahæstur hjá Utah með 21 stig og fjórtán stoðsendingar og Mehmet Okur var með sextán stig og tíu fráköst. Carlos Boozer hefur oft leikið betur en hann var með tólf stig og fjórtán fráköst auk þess sem hann fékk sína sjöttu villu í fjórða leikhluta og missti þar með af lokamínútunum. Það kemur í ljós á mánudagskvöldið hvort andstæðingur Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar verður San Antonio eða New Orleans. Cleveland vann Boston, 74-69, þökk sé frábærri frammistöðu í öðrum leikhluta. Þar með er staðan jöfn í rimmunni, 3-3, og ræðst annað kvöld í Boston. Það var fyrst og fremst öflugur varnarleikur sem tryggði Cleveland sigurinn í nótt en liðið skoraði 24 stig í öðrum leikhluta gen aðeins fimmtán frá Boston. Það dugði til að skapa liðinu nægilega gott forskot fyrir síðari hálfleikinn. LeBron James átti einnig frábæran síðari hálfleik og skoraði tvær lykilkörfur í fjórða leikhluta auk þess sem að Wally Szczerbiak setti niður þrist þegar tvær mínútur voru eftir. Dugði það til að halda aftur af Boston. Boston tapaði þar með sínum sjötta útileik í röð í úrslitakeppninni en á móti kemur að liðið hefur unnið sjö leiki í röð á heimavelli og unnið alls fimmtán af átján oddaleikjum liðsins á heimavelli í gegnum tíðina. LeBron James skoraði 32 stig í leiknum, þar af nítján í síðari hálfleik, auk þess em hann tók tólf fráköst. Delonte West skoraði tíu stig, þar af flautuþrist í lok fyrri hálfleiks úr ómögulegri stöðu. Það er enginn leikur á dagskrá NBA-deildarinnar í dag. NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira
LA Lakers tryggði sér í nótt sæti í úrslitum Vesturdeildarinnar en útkljá þarf viðureign Boston og Cleveland í oddaleik. LA Lakers vann Utah, 108-105, og þar með rimmuna 4-2. Lakers voru með mikla yfirburði í leiknum allt fram í fjórða leikhluta er Utah náði skyndilega að hleypa mikilli spennu í leikinn og minnka muninn mest í tvö stig. Paul Millsap og Deron Williams fengu báðir tækifæri til að jafna metin á síðustu sekúndum leiksins en misnotuðu báðir þriggja stiga tilraunir sínar. Lakers fagnaði því sigri sem var þó fyllilega sanngjarn. Þetta var fyrsti sigurinn á útivelli í þessari viðureign en til þessa hafa heimaliðin í bæði viðureignum Boston og Cleveland annars vegar og New Orleans og San Antonio hins vegar unnið alla leikina til þessa. Enda þarf oddaleik til að knýja fram úrslit í báðum rimmum. Lakers fær því nú nokkra daga í hvíld þar til þar verður ljóst hvort liðið mætir New Orleans eða San Antonio í úrslitunum. Lakers varð í efsta sæti Vesturdeildarinnar og verður því með heimavallarréttinn gegn hvoru liði sem er. Lakers hafði nítján stiga forystu í hálfleik í nótt og sextán stig þegar fjórði leikhlutinn hófst. En þrátt fyrir áhlaup heimamanna misstu leikmenn Lakers ekki taugarnar og klikkuðu á aðeins einu víti síðustu rúmu tvær mínúturnar, þegar mestu máli skipti. Andrei Kirilenko setti niður þrist þegar sextán sekúndur voru eftir og minnkaði muninn í tvö stig. Bryant jók muninn aftur í fjögur stiga af vítalínuni en Millsap svaraði nánast umsvifalaust með troðslu. Derek Fisher fór þá á vítalínuna og misnotaði síðara skotið sitt sem þýddi að Utah gat tryggt sér framlengingu í síðustu sókn sinni sem hófst þegar tólf sekúndur voru til leiksloka. En sem fyrr segir tókst það ekki. Kobe Bryant lék vel þrátt fyrir að vera aumur í bakinu og skoraði 34 stig, tók átta fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hann hitti úr níu af nítján skotum utan af velli og nýtti fimmtán af sautján vítaköstum. Pau Gasol kom næstur með sautján stig og Derek Fisher sextán. Deron Williams var stigahæstur hjá Utah með 21 stig og fjórtán stoðsendingar og Mehmet Okur var með sextán stig og tíu fráköst. Carlos Boozer hefur oft leikið betur en hann var með tólf stig og fjórtán fráköst auk þess sem hann fékk sína sjöttu villu í fjórða leikhluta og missti þar með af lokamínútunum. Það kemur í ljós á mánudagskvöldið hvort andstæðingur Lakers í úrslitum Vesturdeildarinnar verður San Antonio eða New Orleans. Cleveland vann Boston, 74-69, þökk sé frábærri frammistöðu í öðrum leikhluta. Þar með er staðan jöfn í rimmunni, 3-3, og ræðst annað kvöld í Boston. Það var fyrst og fremst öflugur varnarleikur sem tryggði Cleveland sigurinn í nótt en liðið skoraði 24 stig í öðrum leikhluta gen aðeins fimmtán frá Boston. Það dugði til að skapa liðinu nægilega gott forskot fyrir síðari hálfleikinn. LeBron James átti einnig frábæran síðari hálfleik og skoraði tvær lykilkörfur í fjórða leikhluta auk þess sem að Wally Szczerbiak setti niður þrist þegar tvær mínútur voru eftir. Dugði það til að halda aftur af Boston. Boston tapaði þar með sínum sjötta útileik í röð í úrslitakeppninni en á móti kemur að liðið hefur unnið sjö leiki í röð á heimavelli og unnið alls fimmtán af átján oddaleikjum liðsins á heimavelli í gegnum tíðina. LeBron James skoraði 32 stig í leiknum, þar af nítján í síðari hálfleik, auk þess em hann tók tólf fráköst. Delonte West skoraði tíu stig, þar af flautuþrist í lok fyrri hálfleiks úr ómögulegri stöðu. Það er enginn leikur á dagskrá NBA-deildarinnar í dag.
NBA Mest lesið Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti „Hefurðu enga sómakennd?“ Fótbolti ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Handbolti Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Körfubolti Í beinni: Southampton - Liverpool | Rauði herinn marserar áfram Enski boltinn Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Handbolti Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Sport Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð Formúla 1 Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Körfubolti Hefur Ben Simmons náð botninum? Körfubolti Fleiri fréttir Björgvin aftur í Breiðholtið Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Hefur Ben Simmons náð botninum? Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir „Eins og þeim finnist ekkert gaman að spila körfubolta“ Mæta sitthvoru ítalska liðinu í leikjunum tveimur „Löngu kominn tími til að fara á EuroBasket“ Ævintýraleg upphafsár Kananna í körfu á Íslandi „Hvernig eigum við að ná á EM ef að landsliðsmenn okkar eru ekki í liðinu?“ Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ „Sá sem lak þessu er skíthæll“ Gafst upp á að læra frönskuna Tekst á við lífið á nýjum stað: „Svolítið óstabílt umhverfi“ LeBron James hættur á samfélagsmiðlum Fékk tæknivillu fyrir að horfa á mótherja Gerði betur en Curry, jafnaði NBA met og hermdi eftir Jordan „Þurftu að þora að vera til“ Þjálfaraskipti hjá ÍR og Fjölni í körfunni Stjörnukonur flottar á Hlíðarenda og Þórskonur fögnuðu áfram fyrir norðan Uppgjörið: Keflavík - Tindastóll 90-89 | Spennutryllir Áhrifavaldur til liðs við nýliðana í Vesturbænum Celtics stöðvaði fimmtán leikja sigurgöngu Cavs Uppgjörið: Grindavík - Haukar 68-85 | Gestirnir unnu vængbrotið lið Grindavíkur Sjá meira