Fjárfestar kættust vestanhafs 18. september 2008 20:18 Hamagangur á markaði á Wall Street í dag. Mynd/AP Dagurinn endaði með látum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir að bandaríska viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því síðdegis að Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, væri að íhuga að koma á laggirnar sérstökum tryggingasjóði sem bankar gætu sótt í í skiptum fyrir gjaldfallin lán. Bandarísk stjórnvöld hafa í dag, í slagtogi við nokkra seðlabanka víða um heim, gripið til viðamikilla aðgerða til að koma í veg fyrir frekari hremmingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Meðal annars hafa seðlabankarnir dælt háum fjárhæðum inn á markaðina í því skyni að skrúfa frá lánum banka á milli og slá á áhyggjur fjárfesta að fleiri fjármálafyrirtæki geti riðað til falls líkt og gerðist fyrr í vikunni. Þá setti George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sitt lóð og vogaskálarnar þegar hann frestaði fjáröflunarferð sinni fyrir Repúblíkanaflokkinni í dag til að ræða um aðgerðir stjórnvalda í þeim ólgusjó sem riðið hafa yfir alþjóðlega markaði upp á síðkastið. Meðal annars minntist hann á þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac fyrir skömmu og tryggingarisans AIG í vikunni. Hefði AIG farið á hliðina hefði það haft hræðilegar afleiðingar í för með sér, sagði forsetinn og lagði áherslu á að setja þyrfti hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og setja skortsölu með hlutabréf skorður. Dow Jones-hlutabréfavísitalan skaust rétt upp fyrir ellefu þúsund stiga markið á ný í dag , eða um heil 3,86 prósent. Vísitalan féll um rúm fjögur prósent í gær. Þá rauk Nasdaq-vísitalan upp um 4,78 prósent í dag eftir tæplega fimm prósenta fall í gær. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira
Dagurinn endaði með látum á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir að bandaríska viðskiptasjónvarpsstöðin CNBC greindi frá því síðdegis að Henry Paulson, fjármálaráðherra Bandaríkjanna, væri að íhuga að koma á laggirnar sérstökum tryggingasjóði sem bankar gætu sótt í í skiptum fyrir gjaldfallin lán. Bandarísk stjórnvöld hafa í dag, í slagtogi við nokkra seðlabanka víða um heim, gripið til viðamikilla aðgerða til að koma í veg fyrir frekari hremmingar á alþjóðlegum fjármálamörkuðum. Meðal annars hafa seðlabankarnir dælt háum fjárhæðum inn á markaðina í því skyni að skrúfa frá lánum banka á milli og slá á áhyggjur fjárfesta að fleiri fjármálafyrirtæki geti riðað til falls líkt og gerðist fyrr í vikunni. Þá setti George W. Bush, forseti Bandaríkjanna, sitt lóð og vogaskálarnar þegar hann frestaði fjáröflunarferð sinni fyrir Repúblíkanaflokkinni í dag til að ræða um aðgerðir stjórnvalda í þeim ólgusjó sem riðið hafa yfir alþjóðlega markaði upp á síðkastið. Meðal annars minntist hann á þjóðnýtingu hálfopinberu fasteignalánasjóðanna Fannie Mae og Freddie Mac fyrir skömmu og tryggingarisans AIG í vikunni. Hefði AIG farið á hliðina hefði það haft hræðilegar afleiðingar í för með sér, sagði forsetinn og lagði áherslu á að setja þyrfti hertar reglur um starfsemi fjármálafyrirtækja og setja skortsölu með hlutabréf skorður. Dow Jones-hlutabréfavísitalan skaust rétt upp fyrir ellefu þúsund stiga markið á ný í dag , eða um heil 3,86 prósent. Vísitalan féll um rúm fjögur prósent í gær. Þá rauk Nasdaq-vísitalan upp um 4,78 prósent í dag eftir tæplega fimm prósenta fall í gær.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Viðskipti innlent Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Viðskipti innlent Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Neytendur Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Neytendur Gervigreindin: Reksturinn á svaka flugi og fjörið þó rétt að byrja Atvinnulíf Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Viðskipti innlent Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Viðskipti erlent Spá aukinni verðbólgu Viðskipti innlent Kauphallir rétta úr kútnum Viðskipti erlent Penninn leggst í miklar breytingar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Kauphöllin réttir við sér Spá aukinni verðbólgu Andstæðingar Carbfix í Hafnarfirði reyna að hafa áhrif á Húsvíkinga Tollahækkanirnar geti þjappað Evrópu og Kína betur saman Börn fá gefins Barnabónus með helstu nauðsynjun Árni Oddur tekur við formennsku Starfsmenn ríkisins þiggja boð ríkisins Bein útsending: SFF dagurinn - Breyttur heimur ÍL-sjóður: LV gengur að tilboði ríkisins Ísland brotlegt í pitsaostamálinu Hitastigið í hagkerfinu hærra en áður var talið Enn ein eldrauð opnun Fjögur ráðin í nýtt gagna- og gervigreindarteymi Varist Jóhanna Vigdís til liðs við Keystrike Röntgenveldið tekur yfir rekstur Bullseye Arctic Adventures kaupir Happy Campers Lækkanir halda áfram Leigja út fjórar vélar og taka eina á leigu Sjá meira