Dr. Sigurbjörn Einarsson er látinn 28. ágúst 2008 09:38 Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup er látinn. Hann lést í morgun, 97 ára að aldri. Sigurbjörn gegndi embætti biskups Íslands frá árinu 1959 til 1981. Núverandi biskup, Karl, er sonur Sigurbjörns. Tilkynning frá Biskupsstofu fer hér á eftir: Dr. Sigurbjörn Einarsson fæddist 30. júní 1911 á Efri Steinsmýri í Meðallandi, Vestur Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru Magnús Kristinn Einar Sigurfinnsson, bóndi á Efri -Steinsmýri í Meðallandi, og Gíslrún Sigurbergsdóttir, húsfreyja. Stundaði nám í Stokkhólmi, Cambridge og Basel Sigurbjörn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1931 og nam almenn trúarbragðavísindi, klassísk fornfræði og sögu við Uppsalaháskóla. Hann lauk þaðan prófi í grísku, fornfræðum og sögu árið 1936 og hlaut cand. fil. gráðu frá heimspekideild Stokkhólmsháskóla árið 1937. Kandídatsprófi í guðfræði lauk hann frá Háskóla Íslands árið eftir. Sigurbjörn stundaði framhaldsnám í nýja-testamentisfræðum við Uppsalaháskóla 1939, í trúfræði við Háskólann í Cambridge sumarið 1945 og framhaldsnám veturinn 1947-48, meðal annars í Basel. Vígður biskup árið 1959 Séra Sigurbjörn Einarsson var settur sóknarprestur í Breiðbólstaðarprestakalli á Skógarströnd frá 1. sept. 1938 og vígður í september sama ár. Honum var veitt Hallgrímsprestakall í janúar 1941 og þjónaði þar til 1944 þegar hann var skipaður dósent í guðfræði við Háskóla Íslands þar sem hann hafði verið settur kennari. Hann var skipaður prófessor í guðfræði 1949 og gegndi því starfi til 1959 er hann var vígður biskup Íslands. Hann þjónaði sem biskup Íslands til ársins 1981. Er Sigurbjörn lét af embætti biskups Íslands sinnti hann margvíslegum verkefnum, kennslu og ritstörfum. Hann var meðal annars leiðbeinandi á kyrrðardögum í Skálholti frá upphafi þeirra og síðast nú í janúar 2008. Sigurbjörn Einarsson var einn afkastamesti predikari sinnar samtíðar og sinnti þeirri köllun sinni til hinstu stundar. Sigurbjörn gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum Sigurbjörn Einarsson gegndi fjölmörgum félags-og trúnaðarstörfum. Hann var meðal annars formaður bókagerðarinnar Lilju frá stofnun 1943 og til 1959, formaður Þjóðvarnarfélags Íslendinga 1946 - 50, formaður Skálholtsfélagins frá stofnun þess 1949. Hann sat í stjórn Hins íslenska Biblíufélags frá 1948 og var forseti þess 1959 - 81, forseti Kirkjuráðs og Kirkjuþings 1959-81 og sat í stjórn Nordiska Ekumeniska Institutet 1959 - 81. Sigurbjörn var formaður sálmabókarnefndar 1962-72, formaður þýðingarnefndar Nýja testamentisins 1962-81 og sat í nefnd á vegum Lúterska heimssambandsins um trúariðkun og trúarlíf 1964-68. Hann var formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju 1982-87 og Skólanefndar Skálholtsskóla 1972-81. Heiðursdoktor Sigurbjörn Einarsson var kjörinn heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands 1961 og Háskólann í Winnipeg 1975. Hann var heiðursfélagi Prestafélags Íslands 1978, Félags íslenskra rithöfunda 1981, Hins íslenska Biblíufélags 1982 og Prestafélags Suðurlands 1987. Afkastamikill penni Sigurbjörn biskup var afkastamikill á ritvellinum, bæði á sviði fræðibóka, þýðinga, trúarrita og sálma. Af fjölmörgum ritum hans má nefna Trúarbrögð mannkyns, Opinberun Jóhannesar - skýringar, ævisögu Alberts Schweitzer og kennslurit um trúarbragðasögu og trúarlífssálfræði. Hann gaf út fjölda bóka með greinum, predikunum og hugvekjum og má þar nefna bækurnar Meðan þín náð, Helgar og hátíðir, Coram Deo, Haustdreifar, Konur og Kristur, Sárið og perlan og Orð krossins við aldahvörf. Hann samdi og þýddi fjölda sálma í Sálmabók kirkjunnar. Sigurbjörn eignaðist átta börn Sigurbjörn kvæntist árið 1933 Magneu Þorkelsdóttur. Hún lést 10. apríl 2006. Börn þeirra eru: Gíslrún, kennari, Rannveig, hjúkrunarfræðingur, Þorkell, tónskáld, Árni Bergur, sóknarprestur, d. 2005, Einar, prófessor við HÍ, Karl, biskup Íslands, Björn, sóknarprestur í Danmörku, d. 2003, Gunnar, hagfræðingur, búsettur í Svíþjóð. Andlát Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Til efs að þjóðinni sé jafn hlýtt til nokkurs annars manns Maður verður mjög hryggur þegar maður heyrir þessi tíðindi, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra um fráfall Sigurbjörns Einarssonar biskups. 28. ágúst 2008 10:29 Einstaklega björt minning um Sigurbjörn Einarsson Pétur Sigurgeirsson biskup segir að minning sín um Sigurbjörn Einarsson biskup sé alveg sérstaklega góð og björt. 28. ágúst 2008 10:57 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Sjá meira
Dr. Sigurbjörn Einarsson biskup er látinn. Hann lést í morgun, 97 ára að aldri. Sigurbjörn gegndi embætti biskups Íslands frá árinu 1959 til 1981. Núverandi biskup, Karl, er sonur Sigurbjörns. Tilkynning frá Biskupsstofu fer hér á eftir: Dr. Sigurbjörn Einarsson fæddist 30. júní 1911 á Efri Steinsmýri í Meðallandi, Vestur Skaftafellssýslu. Foreldrar hans voru Magnús Kristinn Einar Sigurfinnsson, bóndi á Efri -Steinsmýri í Meðallandi, og Gíslrún Sigurbergsdóttir, húsfreyja. Stundaði nám í Stokkhólmi, Cambridge og Basel Sigurbjörn lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík árið 1931 og nam almenn trúarbragðavísindi, klassísk fornfræði og sögu við Uppsalaháskóla. Hann lauk þaðan prófi í grísku, fornfræðum og sögu árið 1936 og hlaut cand. fil. gráðu frá heimspekideild Stokkhólmsháskóla árið 1937. Kandídatsprófi í guðfræði lauk hann frá Háskóla Íslands árið eftir. Sigurbjörn stundaði framhaldsnám í nýja-testamentisfræðum við Uppsalaháskóla 1939, í trúfræði við Háskólann í Cambridge sumarið 1945 og framhaldsnám veturinn 1947-48, meðal annars í Basel. Vígður biskup árið 1959 Séra Sigurbjörn Einarsson var settur sóknarprestur í Breiðbólstaðarprestakalli á Skógarströnd frá 1. sept. 1938 og vígður í september sama ár. Honum var veitt Hallgrímsprestakall í janúar 1941 og þjónaði þar til 1944 þegar hann var skipaður dósent í guðfræði við Háskóla Íslands þar sem hann hafði verið settur kennari. Hann var skipaður prófessor í guðfræði 1949 og gegndi því starfi til 1959 er hann var vígður biskup Íslands. Hann þjónaði sem biskup Íslands til ársins 1981. Er Sigurbjörn lét af embætti biskups Íslands sinnti hann margvíslegum verkefnum, kennslu og ritstörfum. Hann var meðal annars leiðbeinandi á kyrrðardögum í Skálholti frá upphafi þeirra og síðast nú í janúar 2008. Sigurbjörn Einarsson var einn afkastamesti predikari sinnar samtíðar og sinnti þeirri köllun sinni til hinstu stundar. Sigurbjörn gegndi fjölmörgum trúnaðarstörfum Sigurbjörn Einarsson gegndi fjölmörgum félags-og trúnaðarstörfum. Hann var meðal annars formaður bókagerðarinnar Lilju frá stofnun 1943 og til 1959, formaður Þjóðvarnarfélags Íslendinga 1946 - 50, formaður Skálholtsfélagins frá stofnun þess 1949. Hann sat í stjórn Hins íslenska Biblíufélags frá 1948 og var forseti þess 1959 - 81, forseti Kirkjuráðs og Kirkjuþings 1959-81 og sat í stjórn Nordiska Ekumeniska Institutet 1959 - 81. Sigurbjörn var formaður sálmabókarnefndar 1962-72, formaður þýðingarnefndar Nýja testamentisins 1962-81 og sat í nefnd á vegum Lúterska heimssambandsins um trúariðkun og trúarlíf 1964-68. Hann var formaður Listvinafélags Hallgrímskirkju 1982-87 og Skólanefndar Skálholtsskóla 1972-81. Heiðursdoktor Sigurbjörn Einarsson var kjörinn heiðursdoktor í guðfræði við Háskóla Íslands 1961 og Háskólann í Winnipeg 1975. Hann var heiðursfélagi Prestafélags Íslands 1978, Félags íslenskra rithöfunda 1981, Hins íslenska Biblíufélags 1982 og Prestafélags Suðurlands 1987. Afkastamikill penni Sigurbjörn biskup var afkastamikill á ritvellinum, bæði á sviði fræðibóka, þýðinga, trúarrita og sálma. Af fjölmörgum ritum hans má nefna Trúarbrögð mannkyns, Opinberun Jóhannesar - skýringar, ævisögu Alberts Schweitzer og kennslurit um trúarbragðasögu og trúarlífssálfræði. Hann gaf út fjölda bóka með greinum, predikunum og hugvekjum og má þar nefna bækurnar Meðan þín náð, Helgar og hátíðir, Coram Deo, Haustdreifar, Konur og Kristur, Sárið og perlan og Orð krossins við aldahvörf. Hann samdi og þýddi fjölda sálma í Sálmabók kirkjunnar. Sigurbjörn eignaðist átta börn Sigurbjörn kvæntist árið 1933 Magneu Þorkelsdóttur. Hún lést 10. apríl 2006. Börn þeirra eru: Gíslrún, kennari, Rannveig, hjúkrunarfræðingur, Þorkell, tónskáld, Árni Bergur, sóknarprestur, d. 2005, Einar, prófessor við HÍ, Karl, biskup Íslands, Björn, sóknarprestur í Danmörku, d. 2003, Gunnar, hagfræðingur, búsettur í Svíþjóð.
Andlát Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Þorgerður Katrín: Til efs að þjóðinni sé jafn hlýtt til nokkurs annars manns Maður verður mjög hryggur þegar maður heyrir þessi tíðindi, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra um fráfall Sigurbjörns Einarssonar biskups. 28. ágúst 2008 10:29 Einstaklega björt minning um Sigurbjörn Einarsson Pétur Sigurgeirsson biskup segir að minning sín um Sigurbjörn Einarsson biskup sé alveg sérstaklega góð og björt. 28. ágúst 2008 10:57 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Innlent Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Innlent Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Erlent Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Erlent Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Erlent Fleiri fréttir Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Vilja að borgin selji Carbfix og bílastæðahúsin Ritstjóri Mosfellings vill leiða lista Sjálfstæðismanna Tíu milljarða fjárfesting í Helguvíkurhöfn vegna NATO Friðuð Árbæjarstífla fái nýtt útlit og verði „upplifunarbrú“ Vill fá svör um málsmeðferðartíma úrskurðarnefndar Fundar með Kristrúnu, Þorgerði og þingmönnum á Íslandi í dag Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Sjá meira
Þorgerður Katrín: Til efs að þjóðinni sé jafn hlýtt til nokkurs annars manns Maður verður mjög hryggur þegar maður heyrir þessi tíðindi, segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra og starfandi forsætisráðherra um fráfall Sigurbjörns Einarssonar biskups. 28. ágúst 2008 10:29
Einstaklega björt minning um Sigurbjörn Einarsson Pétur Sigurgeirsson biskup segir að minning sín um Sigurbjörn Einarsson biskup sé alveg sérstaklega góð og björt. 28. ágúst 2008 10:57
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent