Boston valtaði yfir Atlanta 4. maí 2008 19:34 Kevin Garnett og félagar skelltu í lás í vörninni í kvöld NordcPhotos/GettyImages Deildarmeistarar Boston Celtics urðu nú í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA þegar liðið rótburstaði Atlanta 99-65 í sjöunda leik liðanna í Boston. Leikurinn í kvöld var aldrei spennandi frekar en hinir þrír leikirnir sem fram fóru í Boston í einvíginu og segja má að úrslit leiksins hafi verið ráðin í hálfleik þegar heimamenn höfðu 44-26 forystu. Paul Pierce skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Boston í leiknum og Kevin Garnett skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. Joe Johnson var langstigahæstur í arfaslöku liði Atlanta með 16 stig, en liðið var einfaldlega aldrei tilbúið í oddaleikinn í kvöld. Tölfræði leiksins Eins og sjá má á tölfræðinni var það ógnarsterkur varnarleikur heimamanna sem skóp sigurinn. "Við kláruðum málið á heimavelli - það er mjög erfitt að koma hingað og mæta vörninni sem við spilum hérna," sagði Kevin Garnett í viðtali á NBA TV strax eftir leikinn. Boston verður með heimavallarrétt alla leið í lokaúrslit ef liðið kemst þangað, en það lenti í bullandi vandræðum með frískt lið Atlanta í fyrstu umferðinni - lið sem enginn þorði að spá nema í mesta lagi einum sigri í einvíginu fyrirfram. Boston mætir LeBron James og félögum í Cleveland í næstu umferð úrslitakeppninnar, en einvígin í annari umferð má sjá hér fyrir neðan, þar sem tveimur leikjum er reyndar þegar lokið: Vesturdeild: New Orleans (1) - San Antonio (0) LA Lakers - Utah (fyrsti leikur nú í kvöld) Austurdeild: Boston - Cleveland Detroit (1) - Orlando (0) NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira
Deildarmeistarar Boston Celtics urðu nú í kvöld síðasta liðið til að tryggja sér sæti í annari umferð úrslitakeppninnar í NBA þegar liðið rótburstaði Atlanta 99-65 í sjöunda leik liðanna í Boston. Leikurinn í kvöld var aldrei spennandi frekar en hinir þrír leikirnir sem fram fóru í Boston í einvíginu og segja má að úrslit leiksins hafi verið ráðin í hálfleik þegar heimamenn höfðu 44-26 forystu. Paul Pierce skoraði 22 stig og hirti 8 fráköst fyrir Boston í leiknum og Kevin Garnett skoraði 18 stig og hirti 11 fráköst. Joe Johnson var langstigahæstur í arfaslöku liði Atlanta með 16 stig, en liðið var einfaldlega aldrei tilbúið í oddaleikinn í kvöld. Tölfræði leiksins Eins og sjá má á tölfræðinni var það ógnarsterkur varnarleikur heimamanna sem skóp sigurinn. "Við kláruðum málið á heimavelli - það er mjög erfitt að koma hingað og mæta vörninni sem við spilum hérna," sagði Kevin Garnett í viðtali á NBA TV strax eftir leikinn. Boston verður með heimavallarrétt alla leið í lokaúrslit ef liðið kemst þangað, en það lenti í bullandi vandræðum með frískt lið Atlanta í fyrstu umferðinni - lið sem enginn þorði að spá nema í mesta lagi einum sigri í einvíginu fyrirfram. Boston mætir LeBron James og félögum í Cleveland í næstu umferð úrslitakeppninnar, en einvígin í annari umferð má sjá hér fyrir neðan, þar sem tveimur leikjum er reyndar þegar lokið: Vesturdeild: New Orleans (1) - San Antonio (0) LA Lakers - Utah (fyrsti leikur nú í kvöld) Austurdeild: Boston - Cleveland Detroit (1) - Orlando (0)
NBA Mest lesið Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Körfubolti Biðin eftir Meistaravöllum styttist um einn dag Fótbolti Bradley Beal til Clippers Körfubolti Eyjakonur gjörsigruðu Gróttu Fótbolti Arnar Grétarsson tekinn við Fylki Fótbolti Sá besti í heimi opnar sig: Þetta er ekki fullnægjandi líf Golf Norskur ólympíumedalíuhafi látinn eftir að eldingu laust í höfuð honum Sport Grænt ljós á golfmótið þrátt fyrir gos Golf Settur í bann fyrir að hjálpa fátækum krökkum Sport Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Körfubolti Fleiri fréttir Caitlin Clark aftur meidd og vandaði dómaranum ekki kveðjurnar Bradley Beal til Clippers Íslensku strákarnir töpuðu stórt í sextán liða úrslitunum Stólarnir verða með í Evrópukeppninni í vetur „Getum ekki beðið eftir að sjá þig gera kraftaverk“ Yfirgefur Aþenu og semur við nýliðana Elvar Már til Póllands Erlendum leikmönnum Ármanns fækkar um einn Oladipo með augastað á endurkomu Enginn Kobe Bryant á topp tíu yfir þá bestu í sögunni Wembanyama fær grænt ljós frá læknateymi Spurs Raggi Nat á Nesið Sautján ára troðsludrottning vekur athygli Stólarnir semja við spænskan leikstjórnanda Sjö körfuboltamenn að fá íslenskan ríkisborgararétt Strákarnir unnu Slóvena á EM Fjögur lið sýnt LeBron áhuga Stjarna Cavs trúlofuð Grammy verðlaunahafa Doncic fékk að vita af sölunni en ekki LeBron Skellur í fyrsta leik hjá guttunum okkar Ísköld Clark stýrði sókninni eins og hershöfðingi Líkti Cooper Flagg við Kobe Bryant Áframhaldandi NBA tengingar í Bónus deildinni Taka einn efnilegasta leikmanninn frá Íslandsmeisturum Hauka Julio de Assis og Luka Gasic í Stjörnuna Birkir Hrafn í NBA akademíunni „Þetta gerist rosa hratt“ Sengun í fantaformi í sumarfríinu Hægt að gista í glæsihúsi Michael Jordan Shai Gilgeous-Alexander og Angel Reese framan á 2K26 Sjá meira