NBA í nótt: Golden State úr leik Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 15. apríl 2008 09:22 Al Harrington reynir að komast framhjá Amare Stoudemire. Nordic Photos / Getty Images Golden State tapaði fyrir Phoenix í NBA-deildinni í nótt sem þýðir að Denver er með öruggt sæti í úrslitakeppninni. Denver var ekki að spila í nótt en tap Golden State þýðir að liðið getur aðeins jafnað árangur Denver. Þar sem Denver er með betri árangur en Golden State í innbyrðisviðureignum liðanna er ljóst að það er öruggt með áttunda og síðasta sætið í Vesturdeildinni sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Denver gæti reyndar enn náð sjöunda sætinu af Dallas en það ræðst á lokadegi deildakeppninnar sem fer fram annað kvöld. Phoenix var með yfirhöndina í leiknum og náði mest sautján stiga forystu. Golden State komst þó nálægt því að jafna metin en Phoenix kláraði leikinn vel og vann sex stiga sigur, 122-116. Amare Stoudemire skoraði 28 stig í leiknum, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Shaquille O'Neal var með nítján stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með þrettán stig, fjórtán stoðsendingar og níu fráköst. Hjá Golden State var Stephen Jackson með 23 stig og Monta Ellis með 20 stig. Baron Davis spilaði ekkert í síðari hálfleik en Donnie Nelson, þjálfari liðsins, ákvað að setja hann á bekkinn í hálfleik eftir að hann hitti úr aðeins tveimur af þrettán skotum sínum. Ef Golden State vinnur lokaleik sinn á tímabilinu verður það 49. sigur liðsins á tímabilinu og mun liðið þá jafna árangur Phoenix Suns sem á metið yfir besta árangur liðs sem kemst ekki í úrslitakeppnina. Phoenix setti metið tímabilið 1971-72. Phoenix á enn möguleika á að tryggja sér heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en efstu sex liðin eru að berjast um fjögur efstu sætin og er spennan mikil fyrir síðustu leikjunum. Utah vann Houston, 105-96, í toppslag í Vesturdeildinni. Úrslitin þýða að Utah fengi heimavallarréttinn ef liðin myndu vera með jafn góðan árangur og mætast í úrslitakeppninni þar sem liðið vann þrjá leiki af fjórum í innbyrðisviðureignum liðanna. Liðin eru nú með jafnan árangur og þau eiga bæði einn leik eftir á tímabilinu. Miðað við stöðuna í deildinni nú myndu Utah og Houston mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og þar myndi Utah vera með heimavallrréttinn sem fyrr segir. Carlos Boozer skoraði 21 stig og tók ellefu fráköst fyrir Utah og Deron Williams skoraði sautján stig og gaf níu stoðsendingar. Mehmet Okur skoraði tólf stig og tók tólf fráköst. Tracy McGrady og Luis Scola skoruðu 22 stig hver fyrir Houston. San Antonio vann skyldusigur á Sacramento, 101-98. Leikurinn var þó spennandi þar sem San Antonio var með fjögurra stiga forskot þegar Tim Duncan braut á John Salmons sem náði þó að setja boltann í körfuna og skora úr vítinu. Michael Finley fékk tvö vítaköst í næstu sókn og setti þau bæði niður og munurinn því orðinn þrjú stig. Bæði lið tóku eina þriggja stiga tilraun en hittu ekki og því niðurstaðan þriggja stiga sigur San Antonio. Tony Parker var með 32 stig og ellefu stoðsendingar fyrir San Antonio en sigurinn þýðir að San Antonio er nú í þeirri stöðu að geta tryggt sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri í lokaleik sínum gegn Utah annað kvöld. Washington vann Indiana, 117-110, sem þýðir að Indiana getur ekki lengur náð Atlanta í Austurdeildinni og síðarnefnda liðið er því öruggt með áttunda sætið í deildinni og þar með sæti í úrslitakeppninni þar sem liðið mætir Boston í fyrstu umferð. Washington treysti fyrst og fremst á varamenn sína í leiknum sem skoruðu 70 stig í leiknum. Roger Mason skoraði 31 stig og Nick Young fjórtán. Cleveland vann Philadelphia, 91-90, þar sem umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins. Devin Brown skoraði úr tveimur vítaköstum fyrir Cleveland þegar 0,2 sekúndur voru til leiksloka en dómurinn var afar umdeildur. Samuel Dalembert var dæmdur brotlegur í blálokin en leikmenn Philadelphia héldu að leiknum væri lokið og fögnuðu sigrinum. Dómarar skoðuð upptökur af atvikunu og dæmdu Dalembert brotlegan, leikmönnum og þjálfara Philadelphia til mikillar gremju. Boston vann New York, 99-93. Rajon Rando var með 23 stig og tíu fráköst en þeir Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen fengu allir frí í gær. Sam Cassell skoraði 22 stig. Nate Robinson skoraði 26 stig fyrir New York og David lee var með tólf stig og sextán fráköst. Toronto vann Miami, 91-75. Rasho Nesterovic skoraði 20 stig og Chris Bosh fimmtán. Toronto er nú öruggt með sjötta sætið í Austurdeildinni og mætir Orlando í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago vann Milwaukee, 151-135. Luol Deng skoraði 32 stig og Ben Gordon 29 er Chicago var skammt frá því að bæta félagsmet sitt í stigaskori og skotnýtingu. NBA Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira
Golden State tapaði fyrir Phoenix í NBA-deildinni í nótt sem þýðir að Denver er með öruggt sæti í úrslitakeppninni. Denver var ekki að spila í nótt en tap Golden State þýðir að liðið getur aðeins jafnað árangur Denver. Þar sem Denver er með betri árangur en Golden State í innbyrðisviðureignum liðanna er ljóst að það er öruggt með áttunda og síðasta sætið í Vesturdeildinni sem veitir þátttökurétt í úrslitakeppninni. Denver gæti reyndar enn náð sjöunda sætinu af Dallas en það ræðst á lokadegi deildakeppninnar sem fer fram annað kvöld. Phoenix var með yfirhöndina í leiknum og náði mest sautján stiga forystu. Golden State komst þó nálægt því að jafna metin en Phoenix kláraði leikinn vel og vann sex stiga sigur, 122-116. Amare Stoudemire skoraði 28 stig í leiknum, þar af ellefu í fjórða leikhluta. Shaquille O'Neal var með nítján stig og fimmtán fráköst og Steve Nash var með þrettán stig, fjórtán stoðsendingar og níu fráköst. Hjá Golden State var Stephen Jackson með 23 stig og Monta Ellis með 20 stig. Baron Davis spilaði ekkert í síðari hálfleik en Donnie Nelson, þjálfari liðsins, ákvað að setja hann á bekkinn í hálfleik eftir að hann hitti úr aðeins tveimur af þrettán skotum sínum. Ef Golden State vinnur lokaleik sinn á tímabilinu verður það 49. sigur liðsins á tímabilinu og mun liðið þá jafna árangur Phoenix Suns sem á metið yfir besta árangur liðs sem kemst ekki í úrslitakeppnina. Phoenix setti metið tímabilið 1971-72. Phoenix á enn möguleika á að tryggja sér heimavallarréttinn í fyrstu umferð úrslitakeppninnar en efstu sex liðin eru að berjast um fjögur efstu sætin og er spennan mikil fyrir síðustu leikjunum. Utah vann Houston, 105-96, í toppslag í Vesturdeildinni. Úrslitin þýða að Utah fengi heimavallarréttinn ef liðin myndu vera með jafn góðan árangur og mætast í úrslitakeppninni þar sem liðið vann þrjá leiki af fjórum í innbyrðisviðureignum liðanna. Liðin eru nú með jafnan árangur og þau eiga bæði einn leik eftir á tímabilinu. Miðað við stöðuna í deildinni nú myndu Utah og Houston mætast í fyrstu umferð úrslitakeppninnar og þar myndi Utah vera með heimavallrréttinn sem fyrr segir. Carlos Boozer skoraði 21 stig og tók ellefu fráköst fyrir Utah og Deron Williams skoraði sautján stig og gaf níu stoðsendingar. Mehmet Okur skoraði tólf stig og tók tólf fráköst. Tracy McGrady og Luis Scola skoruðu 22 stig hver fyrir Houston. San Antonio vann skyldusigur á Sacramento, 101-98. Leikurinn var þó spennandi þar sem San Antonio var með fjögurra stiga forskot þegar Tim Duncan braut á John Salmons sem náði þó að setja boltann í körfuna og skora úr vítinu. Michael Finley fékk tvö vítaköst í næstu sókn og setti þau bæði niður og munurinn því orðinn þrjú stig. Bæði lið tóku eina þriggja stiga tilraun en hittu ekki og því niðurstaðan þriggja stiga sigur San Antonio. Tony Parker var með 32 stig og ellefu stoðsendingar fyrir San Antonio en sigurinn þýðir að San Antonio er nú í þeirri stöðu að geta tryggt sér þriðja sætið í Vesturdeildinni með sigri í lokaleik sínum gegn Utah annað kvöld. Washington vann Indiana, 117-110, sem þýðir að Indiana getur ekki lengur náð Atlanta í Austurdeildinni og síðarnefnda liðið er því öruggt með áttunda sætið í deildinni og þar með sæti í úrslitakeppninni þar sem liðið mætir Boston í fyrstu umferð. Washington treysti fyrst og fremst á varamenn sína í leiknum sem skoruðu 70 stig í leiknum. Roger Mason skoraði 31 stig og Nick Young fjórtán. Cleveland vann Philadelphia, 91-90, þar sem umdeilt atvik átti sér stað undir lok leiksins. Devin Brown skoraði úr tveimur vítaköstum fyrir Cleveland þegar 0,2 sekúndur voru til leiksloka en dómurinn var afar umdeildur. Samuel Dalembert var dæmdur brotlegur í blálokin en leikmenn Philadelphia héldu að leiknum væri lokið og fögnuðu sigrinum. Dómarar skoðuð upptökur af atvikunu og dæmdu Dalembert brotlegan, leikmönnum og þjálfara Philadelphia til mikillar gremju. Boston vann New York, 99-93. Rajon Rando var með 23 stig og tíu fráköst en þeir Kevin Garnett, Paul Pierce og Ray Allen fengu allir frí í gær. Sam Cassell skoraði 22 stig. Nate Robinson skoraði 26 stig fyrir New York og David lee var með tólf stig og sextán fráköst. Toronto vann Miami, 91-75. Rasho Nesterovic skoraði 20 stig og Chris Bosh fimmtán. Toronto er nú öruggt með sjötta sætið í Austurdeildinni og mætir Orlando í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Chicago vann Milwaukee, 151-135. Luol Deng skoraði 32 stig og Ben Gordon 29 er Chicago var skammt frá því að bæta félagsmet sitt í stigaskori og skotnýtingu.
NBA Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport Annað enskt barn heimsmeistari Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira