Erlent

NATO tekur ekki þátt í árásum í Pakistan

Óli Tynes skrifar
Talibanar eiga fjölmörg víghreiður í Pakistan þar sem þeir fá að vera í friði.
Talibanar eiga fjölmörg víghreiður í Pakistan þar sem þeir fá að vera í friði.

NATO mun ekki taka þátt í árásum Bandaríkjamanna yfir landamæri Afganistans inn í Pakistan.

Talsmaður bandalagsins sagði á fundi með fréttamönnum í dag að hersveitir NATO færu eftir því umboði sem þær hefðu og það umboð nái ekki útfyrir landamæri Afganistans.

Um 53 þúsund hermenn frá NATO ríkjum eru í Afganistan. Bandaríkin eru svo með sérstakar sveitir sem berjast gegn uppreisnarmönnum Talibana.

Á fundi hermálanefndar Bandaríkjaþings í gær viðurkenndi yfirmaður herráðsins að þeir væru ekki að vinna stríðið í Afganistan.

Hann sagði að þeir myndu endurskoða stefnu sína gagnvart víghreiðrum uppreisnarmanna í Pakistan.

Í síðustu viku réðst bandarísk sérsveit á eitt af víghreiðrum Talibana í Pakistan og felldi þar tuttugu manns.

Pakistönsk yfirvöld mótmæltu harðlega og sögðu að erlendum hermönnum yrði ekki leyft að vera á pakistönsku landi.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×