Uefa bikarinn: Sevilla sat eftir - ljóst hvaða lið komast áfram 18. desember 2008 21:41 Tom Huddlestone jafnaði fyrir Tottenham NordicPhotos/GettyImages Í kvöld varð endanlega ljóst hvaða lið fara áfram í 32-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða, en dregið verður í 32- og 16-liða úrslit keppninnar á morgun. Í A-riðli vann PSG 4-0 sigur á Twente og Santander vann auðveldan 3-1 sigur á arfaslöku liði Manchester City. City endaði samt í efsta sæti riðilsins og fer áfram ásamt Twente og PSG. Í B-riðli vann Metalist Kharkiv 1-0 útisigur á Benfica og Olympiakos vann Hertha Berlin 4-0. Þar fara Metalist, Galatasaray og Olympiakos áfram. Í C-riðli vann Sampdoria góðan 1-0 sigur á Sevilla og sópaði spænska liðinu þar með út úr keppninni. Standard hirti toppsætið þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Stuttgart í kvöld og þar eru Stuttgart og Sampdoria líka komin áfram. Í D-riðli mætti Tottenham liði Spartak Moskvu á heimavelli sínum og lenti undir 2-0 en náði að jafna 2-2 með mörkum frá Luca Modric og Tom Huddlestone á sex mínútna kafla í síðari hálfleik. Udinese náði efsta sæti riðilsins þrátt fyrir 2-0 tap fyrir NEC í kvöld, Tottenham tók annað sætið og NEC það þriðja. Hér fyrir neðan má sjá liðin sem verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í 32- og svo 16-liða úrslitin: Sigurvegarar í riðli: Man City, Metalist, Standard, Udinese, Wolfsburg, HSV, St. Etienne og CSKA Moskva. Annað sæti í riðli: Twente, Galatasaray, Stuttgart, Tottenham, AC MIlan, Ajax, Valencia og Deportivo. Þriðja sæti í riðli: PSG, Olympiakos, Sampdoria, Nijmegen, Braga, Aston Villa, FC Kaupmannahöfn og Lech Poznari. Lið úr Meistaradeild Evrópu: Bordeaux, Werder Bremen, Shakhtar Donetsk, Marseille, Álaborg, Fiorentina, Dymano Kiev og Zenit Pétursborg. * Lið frá sama landi geta ekki lent saman í 32-liða úrslitunum. * Sigurvegari í riðli lendir á móti liði sem hafnaði í þriðja sæti í riðli og liðin sem höfnuðu í öðru sæti í riðli lenda á móti liðum sem koma úr Meistaradeildinni. * Liðin sem lentu í fyrsta og öðru sæti í sínum riðli fá síðari leikinn á heimavelli. Leikirnir í 32-liða úrslitum fara fram dagana 18./19. og 26. febrúar. Leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram 12. og 18./19. mars. Evrópudeild UEFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira
Í kvöld varð endanlega ljóst hvaða lið fara áfram í 32-liða úrslit Evrópukeppni félagsliða, en dregið verður í 32- og 16-liða úrslit keppninnar á morgun. Í A-riðli vann PSG 4-0 sigur á Twente og Santander vann auðveldan 3-1 sigur á arfaslöku liði Manchester City. City endaði samt í efsta sæti riðilsins og fer áfram ásamt Twente og PSG. Í B-riðli vann Metalist Kharkiv 1-0 útisigur á Benfica og Olympiakos vann Hertha Berlin 4-0. Þar fara Metalist, Galatasaray og Olympiakos áfram. Í C-riðli vann Sampdoria góðan 1-0 sigur á Sevilla og sópaði spænska liðinu þar með út úr keppninni. Standard hirti toppsætið þrátt fyrir 4-0 tap fyrir Stuttgart í kvöld og þar eru Stuttgart og Sampdoria líka komin áfram. Í D-riðli mætti Tottenham liði Spartak Moskvu á heimavelli sínum og lenti undir 2-0 en náði að jafna 2-2 með mörkum frá Luca Modric og Tom Huddlestone á sex mínútna kafla í síðari hálfleik. Udinese náði efsta sæti riðilsins þrátt fyrir 2-0 tap fyrir NEC í kvöld, Tottenham tók annað sætið og NEC það þriðja. Hér fyrir neðan má sjá liðin sem verða í pottinum á morgun þegar dregið verður í 32- og svo 16-liða úrslitin: Sigurvegarar í riðli: Man City, Metalist, Standard, Udinese, Wolfsburg, HSV, St. Etienne og CSKA Moskva. Annað sæti í riðli: Twente, Galatasaray, Stuttgart, Tottenham, AC MIlan, Ajax, Valencia og Deportivo. Þriðja sæti í riðli: PSG, Olympiakos, Sampdoria, Nijmegen, Braga, Aston Villa, FC Kaupmannahöfn og Lech Poznari. Lið úr Meistaradeild Evrópu: Bordeaux, Werder Bremen, Shakhtar Donetsk, Marseille, Álaborg, Fiorentina, Dymano Kiev og Zenit Pétursborg. * Lið frá sama landi geta ekki lent saman í 32-liða úrslitunum. * Sigurvegari í riðli lendir á móti liði sem hafnaði í þriðja sæti í riðli og liðin sem höfnuðu í öðru sæti í riðli lenda á móti liðum sem koma úr Meistaradeildinni. * Liðin sem lentu í fyrsta og öðru sæti í sínum riðli fá síðari leikinn á heimavelli. Leikirnir í 32-liða úrslitum fara fram dagana 18./19. og 26. febrúar. Leikirnir í 16-liða úrslitunum fara fram 12. og 18./19. mars.
Evrópudeild UEFA Mest lesið Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn Öruggur sigur City Enski boltinn Snævar setti heimsmet Sport Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Enski boltinn „Er ekki alveg viss um hvar hann hefur lært körfubolta“ Körfubolti Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Enski boltinn Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Fyrsta jafntefli Real Madrid Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Celta Vigo - Barcelona | Börsungar átt í brasi Kristall Máni á skotskónum í sigurleik Enginn varið fleiri víti en Mamardashvili Daníel Tristan skoraði sigurmark Malmö Albert skoraði en Fiorentina enn án sigurs og á botninum Fjögur mörk, varið víti og Villa upp í sjöunda sætið Öruggur sigur City Fyrsta jafntefli Real Madrid Fanney sænskur meistari í fyrstu tilraun Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Færðu auglýsingaskiltin til að trufla löng innköst Arsenal Sjáðu alla dramatíkina og mörkin í enska í gær Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Parma nældi í stig gegn toppliði AC Milan Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Sanngjarn heimasigur Algjör markaþurrð í Seríu A Tveir í röð hjá West Ham og þægilegt hjá Everton Dramatík í uppbótartíma Union Berlin stöðvaði ótrúlega sigurgöngu Bayern Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Emelía og stöllur með átta stiga forskot Amorim fannst vanta hugrekki til að klára leikinn Stefán Teitur og félagar upp í þriðja sætið Tvö mörk í uppbótartíma í ótrúlegum leik Inter missti niður tveggja marka forskot Boro bannar Edwards að stýra liðinu í dag Ósammála Wenger að Wirtz hafi skemmt miðju Liverpool Sjá meira