Erlent

Flýið Ike eða deyið

Óli Tynes skrifar

Fellibylurinn Ike er enn langt frá Texas en bandaríska veðurstofan lætur menn ekki velkjast í vafa um hvað gerist þegar hann tekur land í fyrramálið. Skilaboðin eru; flýið eða deyið.

Ike er nú annars stigs fellibylur með 180 kílómetra vindhraða. Hann er yfir 11 hundruð kílómetra breiður. Útlit er fyrir að hann muni taka land við Galveston eyju.

Veðurstofan telur nokkuð víst að vindhraðinn verði orðinn enn meiri þegar Ike gengur yfir Texas. Hún varar við hugtaki sem kallað er „fellibylja-leiði".

Eftir fellibylinn Gústaf munu vera einhverjir þeirrar skoðunar að yfirvöld geri of mikið úr hættunni.

Michael Chertoff, yfirmaður Innra öryggisráðuneytisins varar við slíkum hugsunarhætti; „Ef fólk er ekki orðið leitt á lífinu ætti það að taka svona sterkan fellibyl alvarlega."










Fleiri fréttir

Sjá meira


×