Erlent

Vilja heildarendurskoðun á fiskveiðistefnu ESB

Óli Tynes skrifar

Eftirlitsmenn Evrópusambandsins hvöttu í dag til algerrar endurskoðunar á fiskveiðistefnu sambansins. Sögðu þeir að núverandi reglur gerðu lítið til þess að hindra ofveiði, kvótasvindl og annað ólöglegt athæfi.

Skammtíma ákvarðanir og ábyrgðarlaus framkoma komi niður á þeim sem hegði sér í samræmi við hagsmuni fjöldans.

Í rkýrslu eftirlitsmannanna segir að margir fiskstofnar eins og þorskur og lýsingur séu í útrýmingarhættu. Raunar séu 88 prósent allra fiskstofna Evrópusambandsríkjanna ofveiddir.

Vísindamenn segja að ef ekki verði stórlega dregið úr veiðum og þær jafnvel stöðvaðar alveg í vissum tilfellum sé hætta á því að margir stofnar hverfi.

Evrópusambandið víkur sér hinsvegar undan því í flestum tilfellum að setja algert bann vegna efnahagsáhrifanna sem það hefði í litlum strandbæjum sem eigi allt sitt undir fiskveiðum.

Og jafnvel þegar niðurskurður á kvóta er lagður til þá útvatnast þeir venjulega í meðferð ráðherra sem verða að komast að sameiginlegri niðurstöðu. Og vill hver hygla sinni þjóð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×