Ásdís Rán orðin heimsfræg í Búlgaríu 1. september 2008 11:43 MYND/ArnoldStúdio „Heyrðu þetta er alveg magnað, ég er ekki einu sinni kominn til Búlgaríu en orðin stórstjarna þar!" segir fyrirsætan Ásdís Rán á blogginu sínu. Búlgörsk slúðurblöð eru nú uppfull af fregnum af Ásdísi og fótboltakappanum Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar, sem flytjast á næstunni búferlum til landsins. Eins og fram hefur komið hefur Garðar skrifað undir samning um að spila með CSKA Sofiu í Búlgaríu. Hann fór á dögunum til Búlgaríu og vakti að sögn mikla athygli fjölmiðla. Ásdís segir að í kjölfarið hafi blaðamenn farið að grafast fyrir um fjölskylduhagi hans og þá fundið auglýsingu hennar eftir au-pair stúlku. „Svo vissum við ekki meir en að eitt fréttablaðið birtir heilsíðu með fjölskyldu myndunum af prófílnum ásamt upplýsingum af vefsíðunni og gera einhverja stórfrétt úr því! Þessar fjölskyldu myndir sem birtust þar hafa vakið áhuga allra blaðana og þeir ákveðið að leita af mínu nafni á netinu og dottið svona svakalega í lukkupottinn!," segir Ásdís í færslunni. Þetta var fyrir nokkrum dögum síðan, og hefur Ásdís verið fyrirferðarmikil í þarlendum fjölmiðlum síðan, og meðal annars veitt tvö viðtöl. Í fyrradag hélt Garðar blaðamannafund, og voru blaðamenn þar meira en lítið forvitnir um spúsu hans, hvort hún væri komin til landsins, hafi sést á flugvellinum og annað í þeim dúr. „Ég er semsagt orðin uppáhalds fótbolta frú Búlgaríu að mati fjölmiðla og þeir bíða eftir mér á flugvellinum!," skrifar Ásdís. Henni líst þau greinilega illa á að mæta blaðamannahernum nýkomin úr flugi með börnin. „Ég sá þetta alveg fyrir mér - búin að ferðast með víkingasveitina (börnin) yfir til Búlgaríu (ÞAÐ ER EKKI EINNI MANNESKJU BJÓÐANDI) og vanalega þegar ég kem úr flugi með þau þá er ég hálfskríðandi, með reitt hárið, yfirleitt búið að hella yfir mig alla og makeuppið ónýtt! Þannig að það verður skemmtileg sjón sem bíður þeirra þar. Spurning hvort ég gæti ekki leigt svona escort til að fylgja mér til Búlgaríu með krakkana og setið bara sjálf í buisness class," skrifar Ásdís, sem segist reikna með því að það verði aðeins meira stuð í Búlgaríu en í sveitinni í Svíþjóð þar sem fjölskyldan hefur dvalið undanfarið. Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira
„Heyrðu þetta er alveg magnað, ég er ekki einu sinni kominn til Búlgaríu en orðin stórstjarna þar!" segir fyrirsætan Ásdís Rán á blogginu sínu. Búlgörsk slúðurblöð eru nú uppfull af fregnum af Ásdísi og fótboltakappanum Garðari Gunnlaugssyni eiginmanni hennar, sem flytjast á næstunni búferlum til landsins. Eins og fram hefur komið hefur Garðar skrifað undir samning um að spila með CSKA Sofiu í Búlgaríu. Hann fór á dögunum til Búlgaríu og vakti að sögn mikla athygli fjölmiðla. Ásdís segir að í kjölfarið hafi blaðamenn farið að grafast fyrir um fjölskylduhagi hans og þá fundið auglýsingu hennar eftir au-pair stúlku. „Svo vissum við ekki meir en að eitt fréttablaðið birtir heilsíðu með fjölskyldu myndunum af prófílnum ásamt upplýsingum af vefsíðunni og gera einhverja stórfrétt úr því! Þessar fjölskyldu myndir sem birtust þar hafa vakið áhuga allra blaðana og þeir ákveðið að leita af mínu nafni á netinu og dottið svona svakalega í lukkupottinn!," segir Ásdís í færslunni. Þetta var fyrir nokkrum dögum síðan, og hefur Ásdís verið fyrirferðarmikil í þarlendum fjölmiðlum síðan, og meðal annars veitt tvö viðtöl. Í fyrradag hélt Garðar blaðamannafund, og voru blaðamenn þar meira en lítið forvitnir um spúsu hans, hvort hún væri komin til landsins, hafi sést á flugvellinum og annað í þeim dúr. „Ég er semsagt orðin uppáhalds fótbolta frú Búlgaríu að mati fjölmiðla og þeir bíða eftir mér á flugvellinum!," skrifar Ásdís. Henni líst þau greinilega illa á að mæta blaðamannahernum nýkomin úr flugi með börnin. „Ég sá þetta alveg fyrir mér - búin að ferðast með víkingasveitina (börnin) yfir til Búlgaríu (ÞAÐ ER EKKI EINNI MANNESKJU BJÓÐANDI) og vanalega þegar ég kem úr flugi með þau þá er ég hálfskríðandi, með reitt hárið, yfirleitt búið að hella yfir mig alla og makeuppið ónýtt! Þannig að það verður skemmtileg sjón sem bíður þeirra þar. Spurning hvort ég gæti ekki leigt svona escort til að fylgja mér til Búlgaríu með krakkana og setið bara sjálf í buisness class," skrifar Ásdís, sem segist reikna með því að það verði aðeins meira stuð í Búlgaríu en í sveitinni í Svíþjóð þar sem fjölskyldan hefur dvalið undanfarið.
Mest lesið Viðskila í London eftir að hafa hent vegabréfinu í ruslið Ferðalög „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Lífið Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Lífið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Lífið Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Lífið Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Lífið Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman Lífið Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Lífið Helvítis jólapizzan slær í gegn á Eldofninum Lífið samstarf Þingmaður selur húsið Lífið Fleiri fréttir Karmað muni bíta þjófinn í rassinn þegar títan og glyttan byrja að dansa í hitanum Hreimur og Ólafur Darri perluvinir sem horfa á enska boltann saman „Ég er mamman sem gat aldrei gefið honum það sem hann óskaði sér“ Áttu að hitta Reiner-hjónin daginn örlagaríka Leynigesturinn hitti Heimi Karls beint í hjartastað Sannkölluð útsýnisperla með potti í Skerjafirði Kristófer Acox og Guðrún Elísabet eiga von á barni Reynihvammur 39 jólahús Kópavogsbæjar Þingmaður selur húsið Segja Helenu fara með „hreinar rangfærslur“ Skrifaði eftirréttasöguna: „Er hann geðbilaður?“ Palestínskir fánar leyfðir og óánægjuhróp áhorfenda ekki falin Féllu örmagna til jarðar eftir langa þriðju vakt „Þegar maður er með einhverjum sem elskar að borða, þá er svo gaman að elda“ Katie Melua með tónleika í Hörpu í júní Segir síðasta ár hafa verið strembið Snjókorn falla eins og þú hefur aldrei heyrt það Stjörnulífið: Skýrslutaka hjá lögreglu, æla og Æðis-legir endurfundir Ungfrú Ísland rýfur tengslin við Ungfrú Ísland Draumadís Þórhildar og Hjalta skírð Ískaldir IceGuys jólatónleikar Bríet ældi á miðjum tónleikum Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Sjá meira