Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna Kjartan Kjartansson skrifar 15. desember 2025 11:54 Leiðtogar finnsku ríkisstjórnarinnar. Petteri Orpo, forsætisráðherra, og Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, standa í miðjunni þótt þau séu bæði mislangt úti á hægri vængnum. Vísir/EPA Petteri Orpo, forsætisráðherra Finnlands, er ekki hlátur í huga yfir stuðningsyfirlýsingum samherja hans í ríkisstjórn við fegurðardrottningu á samfélagsmiðlum. Forsætisráðherrann segir sanna Finna sýna af sér barnaskap með því að birta af sér myndir þar sem þeir gera sig „skáeygða“. Nokkur fjöldi þingmanna og félaga í þjóðernisíhaldsflokknum Sönnum Finnum birti af sér myndir þar sem þeir teygja augnlokin á sér til að verða skáeygðir á samfélagsmiðlum í síðustu viku. Það var tilraun þeirra til að lýsa yfir stuðningi við fegurðardrottningu sem var svipt titlinum ungfrú Finnland fyrir að birta slíka mynd af sér. Myndirnar eru almennt taldar rasískar og særandi fyrir fólk af asískum uppruna. Sannir Finnar, sem eiga sæti í ríkisstjórn, hafa vísað slíkri gagnrýni á bug sem tepruskap og húmorsleysi. Orpo forsætisráðherra er ekki á sama máli. Hann sagði fréttamönnum að þingmenn ættu að setja gott fordæmi í hegðun og að myndirnar væru það ekki. „Þetta varð barnalegt,“ sagði forsætisráðherrann sem ætlar að ræða málið við leiðtoga þingflokkanna á finnska þinginu í vikunni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, varaforsætisráðherra og fjármálaráðherra, vildi ekki tjá sig frekar um uppákomuna í gær. Ekki sú fyrsta sem fellur í forarpyttinn Upphaflega reyndi Sarah Dzafce, fegurðardrottningin umtalaða, að þræta fyrir að hún hafi ætlað sér að gera grín að Kínverjum með færslu sinni. Síðar gekkst hún við því og baðst afsökunar en þá var það orðið of seint. Dzafce er ekki sú fyrsta sem fellur í það fen að gera grín að kynþætti fólks opinberlega. Allt Ólympíulið Spánverja í körfubolta birti mynd af sér þar sem það gerði sig skáeygt í aðdraganda leikanna í Beijing í Kína árið 2008. Pau Gasol, stjarna liðsins, bar fyrir sig að myndin hefði átt að vera fyndin en ekki særandi. Hann gaf út svonefnda efsökunarbeiðni, skilyrta afsökunarbeiðni ef svo skyldi vera að einhver hefði móðgast. „Mér þykir það leitt ef einhverjum fannst eða tók þessu á rangan hátt og fannst það vera móðgandi,“ sagði þáverandi NBA-stjarnan. Finnland Fegurðarsamkeppnir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sarah Dzafce sem var krýnd Ungfrú Finnland í september hefur verið svipt krúnunni í kjölfar rasískrar hegðunar þar sem hún gerði sig skáeygða til að líkja eftir Kínverjum. 11. desember 2025 13:39 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira
Nokkur fjöldi þingmanna og félaga í þjóðernisíhaldsflokknum Sönnum Finnum birti af sér myndir þar sem þeir teygja augnlokin á sér til að verða skáeygðir á samfélagsmiðlum í síðustu viku. Það var tilraun þeirra til að lýsa yfir stuðningi við fegurðardrottningu sem var svipt titlinum ungfrú Finnland fyrir að birta slíka mynd af sér. Myndirnar eru almennt taldar rasískar og særandi fyrir fólk af asískum uppruna. Sannir Finnar, sem eiga sæti í ríkisstjórn, hafa vísað slíkri gagnrýni á bug sem tepruskap og húmorsleysi. Orpo forsætisráðherra er ekki á sama máli. Hann sagði fréttamönnum að þingmenn ættu að setja gott fordæmi í hegðun og að myndirnar væru það ekki. „Þetta varð barnalegt,“ sagði forsætisráðherrann sem ætlar að ræða málið við leiðtoga þingflokkanna á finnska þinginu í vikunni. Riikka Purra, leiðtogi Sannra Finna, varaforsætisráðherra og fjármálaráðherra, vildi ekki tjá sig frekar um uppákomuna í gær. Ekki sú fyrsta sem fellur í forarpyttinn Upphaflega reyndi Sarah Dzafce, fegurðardrottningin umtalaða, að þræta fyrir að hún hafi ætlað sér að gera grín að Kínverjum með færslu sinni. Síðar gekkst hún við því og baðst afsökunar en þá var það orðið of seint. Dzafce er ekki sú fyrsta sem fellur í það fen að gera grín að kynþætti fólks opinberlega. Allt Ólympíulið Spánverja í körfubolta birti mynd af sér þar sem það gerði sig skáeygt í aðdraganda leikanna í Beijing í Kína árið 2008. Pau Gasol, stjarna liðsins, bar fyrir sig að myndin hefði átt að vera fyndin en ekki særandi. Hann gaf út svonefnda efsökunarbeiðni, skilyrta afsökunarbeiðni ef svo skyldi vera að einhver hefði móðgast. „Mér þykir það leitt ef einhverjum fannst eða tók þessu á rangan hátt og fannst það vera móðgandi,“ sagði þáverandi NBA-stjarnan.
Finnland Fegurðarsamkeppnir Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sarah Dzafce sem var krýnd Ungfrú Finnland í september hefur verið svipt krúnunni í kjölfar rasískrar hegðunar þar sem hún gerði sig skáeygða til að líkja eftir Kínverjum. 11. desember 2025 13:39 Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Íslenskt La(m)bubu úr gæru, soðnu kindahorni og fiskaugum Tíska og hönnun Gömlu trixin úreld: Ekki pína í börn mat, múta, hóta eða uppnefna Áskorun Fleiri fréttir Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Fordæmir barnaskap „skáeygðra“ sannra Finna „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Ebba Katrín hlaut styrk úr Minningarsjóði Stefaníu Krakkatían: HúbbaBúbba, Eurovision og handbolti Ein áhrifamesta grínleikkona Hollywood á lausu „Það eru forréttindi að eiga systur með Downs“ Fréttatía vikunnar: Afsökunarbeiðni, fréttastef og blaðamannafundur Þetta gúggluðu Íslendingar á árinu Klámleikkona slapp með sekt og brottvísun Grunaði strax að ókunnugur maður væri faðir vinkonu sinnar Róbert hættur við að mæta í hlaðvarp vegna viðtals við Albert Sannir Finnar lýsa yfir stuðningi við slaufuðu fegurðardrottninguna Innlit í glænýja mathöll í Smáralindinni Hanskar Gunna Nels, árituð ManU-treyja og Elli Egils á uppboði Húsið fallega í Eyjum komið langt á veg Sigurvegari Eurovision skilar bikarnum Krökkt af kempum í útgáfuhófi Óla Jó Framkvæmdastjóri Eurovision bregst við ákvörðun Íslands Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Spígsporandi górilla á fyndnustu dýralífsmynd ársins Tóku áskoruninni og Joey Christ sver af sér sviðsetningu Opnar sig loksins um sambandið umtalaða Þetta þykja flottustu jólaskreytingarnar í miðborginni Listaverkin í World Class sem gjarnan hafa verið á milli tannanna á fólki Hvert er burðarþol íslensks almennings fyrir kjaftæði? Sjö tilnefndir til Íslensku þýðingarverðlaunanna Sjá meira
Svipt krúnunni eftir að hafa gert sig skáeygða Sarah Dzafce sem var krýnd Ungfrú Finnland í september hefur verið svipt krúnunni í kjölfar rasískrar hegðunar þar sem hún gerði sig skáeygða til að líkja eftir Kínverjum. 11. desember 2025 13:39