Emilíana fær frábæra dóma 11. september 2008 03:00 Nýjasta plata Emilíönu Torrini, Me And Armini, hefur hlotið hreint út sagt frábæra dóma. Emilíana Torrini hefur fengið hreint út sagt frábæra dóma í Bretlandi fyrir nýjustu plötu sína Me And Armini. Svo virðist sem hún hafi endanlega slegið í gegn þar í landi með fallegri rödd sinni og ekki síðri lagasmíðum. Platan fær fjórar stjörnur í tímaritunum Q og Uncut, auk þess sem dagblaðið The Sun gefur henni fjóra og hálfa stjörnu og segir tíma Emilíönu runninn upp. Rödd sem bræðir ísjakaBlöðin Sunday Telegraph og The Independent spara heldur ekki stóru orðin og gefa henni fjórar stjörnur hvort blað. Segir gagnrýnandi The Independent að rödd Emilíönu bræði ísjaka og sé hreint út sagt yndisleg. Tímaritið Clash segir plötuna hennar besta verk til þessa og NME segir Emilíönu sannkallaðan gimstein. Daily Telegraph slæst einnig í hópinn og segir Emilíönu skína skærast á tónlistarsviðinu í dag og að hún sé gífurlega hæfileikaríkur lagahöfundur. Hér heima hefur platan fengið góðar viðtökur og þykir hún jafnvel taka síðustu plötu Emilíönu, Fisherman"s Woman, fram sem kom út fyrir þremur árum. Skemmst er að minnast þess að tónlistargagnrýnandi Fréttablaðsins gaf Me And Armini fjórar stjörnur af fimm mögulegum og sagði hana skemmtilega, fjölbreytta og frískandi og bætti því við að hún héldi Emilíönu auðveldlega í úrvalsdeild íslenskra tónlistarmann. Skandinavískur rjómiÁ tónlistarsíðunni Gigwise.com fær platan fjóra og hálfa stjörnu. Þar líkir gagnrýnandinn samstarfi Emilíönu og upptökustjórans Dan Carey við gjöfula samvinnu Brians Wilson úr Beach Boys og Van Dyke Parks hér á árum áður. „Skandinavísk ferskju- og rjómakennd rödd hennar minnir á Yael Naim, Stinu Nordenstam og Victoriu Bergsman og sem betur fer veldur hún því að syngja á ensku," segir í umsögninni. „Torrini ætlar greinilega að láta til sín taka. Hún er ekki þekktasta nafnið hér á bæ en það á eftir að breytast." Tónleikaferð um EvrópuEmilíana ætlar að fylgja plötunni eftir með tónleikaferðalagi um Evrópu sem hefst í Bristol 8. október. Eftir það taka við tónleikar í London, París, Berlín og víðar. Miðað við þá hrúgu af stjörnum sem platan hennar hefur fengið að undanförnu má Emilíana eiga von á fádæma góðum viðbrögðum á tónleikaferðalaginu og hverju uppklappinu á fætur öðru. Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira
Emilíana Torrini hefur fengið hreint út sagt frábæra dóma í Bretlandi fyrir nýjustu plötu sína Me And Armini. Svo virðist sem hún hafi endanlega slegið í gegn þar í landi með fallegri rödd sinni og ekki síðri lagasmíðum. Platan fær fjórar stjörnur í tímaritunum Q og Uncut, auk þess sem dagblaðið The Sun gefur henni fjóra og hálfa stjörnu og segir tíma Emilíönu runninn upp. Rödd sem bræðir ísjakaBlöðin Sunday Telegraph og The Independent spara heldur ekki stóru orðin og gefa henni fjórar stjörnur hvort blað. Segir gagnrýnandi The Independent að rödd Emilíönu bræði ísjaka og sé hreint út sagt yndisleg. Tímaritið Clash segir plötuna hennar besta verk til þessa og NME segir Emilíönu sannkallaðan gimstein. Daily Telegraph slæst einnig í hópinn og segir Emilíönu skína skærast á tónlistarsviðinu í dag og að hún sé gífurlega hæfileikaríkur lagahöfundur. Hér heima hefur platan fengið góðar viðtökur og þykir hún jafnvel taka síðustu plötu Emilíönu, Fisherman"s Woman, fram sem kom út fyrir þremur árum. Skemmst er að minnast þess að tónlistargagnrýnandi Fréttablaðsins gaf Me And Armini fjórar stjörnur af fimm mögulegum og sagði hana skemmtilega, fjölbreytta og frískandi og bætti því við að hún héldi Emilíönu auðveldlega í úrvalsdeild íslenskra tónlistarmann. Skandinavískur rjómiÁ tónlistarsíðunni Gigwise.com fær platan fjóra og hálfa stjörnu. Þar líkir gagnrýnandinn samstarfi Emilíönu og upptökustjórans Dan Carey við gjöfula samvinnu Brians Wilson úr Beach Boys og Van Dyke Parks hér á árum áður. „Skandinavísk ferskju- og rjómakennd rödd hennar minnir á Yael Naim, Stinu Nordenstam og Victoriu Bergsman og sem betur fer veldur hún því að syngja á ensku," segir í umsögninni. „Torrini ætlar greinilega að láta til sín taka. Hún er ekki þekktasta nafnið hér á bæ en það á eftir að breytast." Tónleikaferð um EvrópuEmilíana ætlar að fylgja plötunni eftir með tónleikaferðalagi um Evrópu sem hefst í Bristol 8. október. Eftir það taka við tónleikar í London, París, Berlín og víðar. Miðað við þá hrúgu af stjörnum sem platan hennar hefur fengið að undanförnu má Emilíana eiga von á fádæma góðum viðbrögðum á tónleikaferðalaginu og hverju uppklappinu á fætur öðru.
Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Lífið Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið „Fegrunaraðgerðir bera lítinn árangur enda er vandinn andlegur” Áskorun Bellingham kominn með bandaríska kærustu Lífið Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Lífið Fleiri fréttir Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Herra Hnetusmjör með stærsta lag ársins Innlit á æfingu Jólagesta: „Allt þarf að taka endi“ Live in a fishbowl: Stórvinir X-ins í Brain Police rifu þakið af húsinu Live in a fishbowl: Alvöru harðkjarnapönk í boði I adapt Hélt tryllt tónlistarteiti og eignaðist svo tvíbura Breyta japönskum dúett í íslenskt jólalag Landslið tónlistarmanna mætti þegar Maggi Eiríks var hylltur Fjölbreyttur hópur tónlistarfólks tilnefndur til Kraumsverðlauna Live in a fishbowl: Spacestation spilaði tónlist fyrir „fallegt fólk“ Uppáhalds jólalögin: Munkadjamm og jólaleg sambandsslit Sjá meira