Viðskipti innlent

Teymi hækkaði mest í dag

Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasvið Teymis, og Árni Pétur Jónsson, forstjóri, rýna í tölurnar.
Ólafur Þór Jóhannesson, framkvæmdastjóri fjármálasvið Teymis, og Árni Pétur Jónsson, forstjóri, rýna í tölurnar. Mynd/GVA

Gengi hlutabréfa í Teymi og Spron hækkaði mest allra fyrirtækja í Kauphöll Íslands í dag, eða um 4,7 prósent. Á eftir fylgdi gengi bréfa í Existu, sem fór upp um 3,16 prósent auk Glitnis og færeyska olíuleitarfélagsins Atlantic Petroleum, sem bæði hækkuðu um tæpt prósent.

Á sama tíma féll gengi bréfa í Eik banka um 4,44 prósent. Gengi bréfa í Century Aluminum féll um 2,13 prósent og Færeyjabanka um 1,33 prósent. Gengi annarra félaga lækkaði um tæpt prósent.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,32 prósent og stóð í 4.307 stigum í lok dags.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×