Tilnefndar til Norðurlandaverðlauna 2. desember 2008 06:00 Bókmenntir Auður A. Ólafsdóttir, listfræðingur og rithöfundur. Fréttablaðið/Völundur Í gær var tilkynnt hvaða íslensk skáldverk eru tilnefnd til úrskurðar dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2009. Íslensku valnefndina skipuðu þau Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur og Aðalsteinn Ásberg rithöfundur, en varamaður nefndarinnar var Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur. Af Íslands hálfu hljóta tilnefningu skáldsagan Afleggjarinn eftir Auði Ólafsdóttur listfræðing sem kom út hjá Sölku 2007 og ljóðabókin Blysfarir eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sem kom út árið 2007 hjá Forlaginu-JPV útgáfu. Afleggjarinn er þriðja skáldsaga Auðar en áður hafa komið út eftir hana bækurnar Upphækkuð jörð árið 1998, og Rigning í nóvember árið 2004 en hún var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum, auk þess sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir þá bók. Afleggjarinn kom út árið 2007 og hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum, auk Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlaun kvenna. Framleiðslufyrirtækið WhiteRiver Productions vinnur nú við gerð kvikmyndahandrits upp úr Afleggjaranum og munu bæði íslenskir og erlendir aðilar koma að gerð kvikmyndarinnar. Auður A. Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1958. Hún er lektor í listfræði við Háskóla Íslands. Áður hefur hún starfað sem listfræðingur og kennari í listasögu, meðal annars við Leiklistarskóla Íslands og verið forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands, sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasöguleg efni í ýmsa fjölmiðla. Blysfarir eftir Sigurbjörgu leikur á mörkum ljóðs og skáldsögu; úr kröftugum ljóðum er smíðuð saga af eiturslungnu sambandi, hvítum dreka í íslenskri sumarnótt, flugmiðum vonarinnar, fegurðinni í kirkjugörðum og handleggjum sem reyna að tengjast á meðan þeim blæðir. Þetta er texti með einstakt aðdráttarafl enda hlaut bókin afar lofsamlegar umsagnir þegar hún kom út. Guðni Elísson, dósent við Háskóla Íslands, komst svo að orði um verkið í erindi á Hugvísindaþingi HÍ: „… ekki [hefur] birst jafn áhrifamikil lýsing í íslenskum bókmenntum á tortímandi ástarsambandi frá því að Tímaþjófur Steinunnar Sigurðardóttur kom fyrst út á prenti fyrir rúmum tuttugu árum." „Þeir sem lesa [þessa bók] og segja svo að ljóðið sé dautt eru sálarlausir!" sagði Þröstur Helgason síðan í Morgunblaðinu og er auðvelt að taka undir það. Auk ljóðsögunnar Blysfarir hefur Sigurbjörg sent frá sér fjórar ljóðabækur Blálogaland (1999), Hnattflug (2000), Túlípanafallhlífar (2003) og To bleed straight (2008, tvímála bók með þýðingum Bernards Scudder) og skáldsöguna Sólar sögu (2002). Þá hefur meðal annars komið út eftir hana ljóðaúrval á sænsku, Fallskärmsresor (2004), auk þess sem hún hefur samið fjögur leikverk og ritað fjölda blaðagreina og pistla. John Swedenmark þýddir Blysfarir á sænsku. Dómnefndin sem velur verðlaunahafann mun á fundi sínum í Kaupmannahöfn þann 3. apríl 2009 kveða upp úr um það hver hlýtur verðlaunin árið 2009. Þau verða afhent á 61. þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Stokkhólmi dagana 26.-28. október 2009 og nema 350.000 dönskum krónum. - pbb Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira
Í gær var tilkynnt hvaða íslensk skáldverk eru tilnefnd til úrskurðar dómnefndar um Bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs 2009. Íslensku valnefndina skipuðu þau Soffía Auður Birgisdóttir bókmenntafræðingur og Aðalsteinn Ásberg rithöfundur, en varamaður nefndarinnar var Jón Yngvi Jóhannsson bókmenntafræðingur. Af Íslands hálfu hljóta tilnefningu skáldsagan Afleggjarinn eftir Auði Ólafsdóttur listfræðing sem kom út hjá Sölku 2007 og ljóðabókin Blysfarir eftir Sigurbjörgu Þrastardóttur sem kom út árið 2007 hjá Forlaginu-JPV útgáfu. Afleggjarinn er þriðja skáldsaga Auðar en áður hafa komið út eftir hana bækurnar Upphækkuð jörð árið 1998, og Rigning í nóvember árið 2004 en hún var tilnefnd til Menningarverðlauna DV í bókmenntum, auk þess sem hún hlaut Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar fyrir þá bók. Afleggjarinn kom út árið 2007 og hlaut Menningarverðlaun DV í bókmenntum, auk Fjöruverðlaunanna, bókmenntaverðlaun kvenna. Framleiðslufyrirtækið WhiteRiver Productions vinnur nú við gerð kvikmyndahandrits upp úr Afleggjaranum og munu bæði íslenskir og erlendir aðilar koma að gerð kvikmyndarinnar. Auður A. Ólafsdóttir er fædd í Reykjavík árið 1958. Hún er lektor í listfræði við Háskóla Íslands. Áður hefur hún starfað sem listfræðingur og kennari í listasögu, meðal annars við Leiklistarskóla Íslands og verið forstöðumaður Listasafns Háskóla Íslands, sett upp myndlistarsýningar og fjallað um myndlist og listasöguleg efni í ýmsa fjölmiðla. Blysfarir eftir Sigurbjörgu leikur á mörkum ljóðs og skáldsögu; úr kröftugum ljóðum er smíðuð saga af eiturslungnu sambandi, hvítum dreka í íslenskri sumarnótt, flugmiðum vonarinnar, fegurðinni í kirkjugörðum og handleggjum sem reyna að tengjast á meðan þeim blæðir. Þetta er texti með einstakt aðdráttarafl enda hlaut bókin afar lofsamlegar umsagnir þegar hún kom út. Guðni Elísson, dósent við Háskóla Íslands, komst svo að orði um verkið í erindi á Hugvísindaþingi HÍ: „… ekki [hefur] birst jafn áhrifamikil lýsing í íslenskum bókmenntum á tortímandi ástarsambandi frá því að Tímaþjófur Steinunnar Sigurðardóttur kom fyrst út á prenti fyrir rúmum tuttugu árum." „Þeir sem lesa [þessa bók] og segja svo að ljóðið sé dautt eru sálarlausir!" sagði Þröstur Helgason síðan í Morgunblaðinu og er auðvelt að taka undir það. Auk ljóðsögunnar Blysfarir hefur Sigurbjörg sent frá sér fjórar ljóðabækur Blálogaland (1999), Hnattflug (2000), Túlípanafallhlífar (2003) og To bleed straight (2008, tvímála bók með þýðingum Bernards Scudder) og skáldsöguna Sólar sögu (2002). Þá hefur meðal annars komið út eftir hana ljóðaúrval á sænsku, Fallskärmsresor (2004), auk þess sem hún hefur samið fjögur leikverk og ritað fjölda blaðagreina og pistla. John Swedenmark þýddir Blysfarir á sænsku. Dómnefndin sem velur verðlaunahafann mun á fundi sínum í Kaupmannahöfn þann 3. apríl 2009 kveða upp úr um það hver hlýtur verðlaunin árið 2009. Þau verða afhent á 61. þingi Norðurlandaráðs sem haldið verður í Stokkhólmi dagana 26.-28. október 2009 og nema 350.000 dönskum krónum. - pbb
Mest lesið Staðalímyndir í sjávarútvegi: „Hvar er maðurinn þinn?“ Lífið Landsliðshetjur elta drauminn til Ólafsvíkur Lífið Bakslag í veikindi Valgeirs Lífið Hvernig á að klæða sig fyrir körfuboltaleik? Tíska og hönnun Eitt fallegasta hús Reykjavíkur komið á sölu Lífið „Hélt að við værum að trufla verðandi bónorð hjá öðrum“ Lífið Einn heitasti plötusnúður í heimi á leið til landsins Tónlist Sagði að hún kæmist aldrei á forsíðu Vogue Lífið Nauðsynlegt að gera upp fortíðina Tónlist Eggert Gunnþór og Elsa selja einbýlið Lífið Fleiri fréttir Birta Sólveig fer með hlutverk Línu Langsokks Emilíana og Víkingur Heiðar meðal tólf tilnefndu Listrænn stjórnandi Bolshoj-ballettsins til margra áratuga látinn Ungfrú Ísland með flestar tilnefningar Stendur fyrir auðmannsgleði í Elliðaárdal Eliza Reid efst á bóksölulistanum Opnaði sumarið með sólríkum stæl Eitt merkilegasta verk 21. aldarinnar á Íslandi Blautir búkar og pylsupartí Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr „Heyri allt í einu hversu steikt þetta er orðið“ þegar hún útskýrir veikindin fyrir vinum Íslendingar vekja athygli í menningarlífi Kaupmannahafnar Fimmtíu ára ljósmyndaveisla á sýningu GVA Arngunnur Ýr er bæjarlistamaður Hafnarfjarðar 2025 Lóa Hlín, Rán, Mars og Elías Rúni fá Barnabókaverðlaun Reykjavíkurborgar Hugmyndin kviknaði í New York þegar eldgos hófst heima Egill Heiðar Anton Pálsson tekur við sem leikhússtjóri Elti konuna sína yfir hálfan hnöttinn Fjöldi fólks á opnun fölsuðu verkanna Mario Vargas Llosa fallinn frá Alls 38 milljónum króna úthlutað úr Myndlistarsjóði Sá stórt tækifæri í fjárfestingarhlið listarinnar Klukkur og kaffibollar í partýi á Prikinu „Mikilvægt að gera hluti sem hann yrði stoltur af“ Fordæmd ást kúrekanna á fjallinu Sjá meira