Erlent

Rússneskir hermenn standa vaktina í Georgíu

Óli Tynes skrifar
Rússneskir hermenn við vegatálma í Georgíu.
Rússneskir hermenn við vegatálma í Georgíu.

Rússneskir hermenn eru enn í Georgíu. Á meðfylgjandi mynd sjást tveir þeirra við vegaeftirlit á sjálfskipuðu öryggissvæði skammt frá borginni Gori.

Georgíumenn segja að þetta jafngildi hernámi og Vesturlönd segja þetta brot á vopnahléssamkomulagi sem Rússar undirrituðu.

Rússar segja hinsvegar að þetta sé nauðsynlegt til þess að vernda rússneska þegna í Suður-Ossetíu.

Rússar hafa viðurkennt sjálfstæði héraðsins og útdeilt rússneskum vegabréfum til íbúa þess.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×