Jafnvægið raskaðist Hannes Hólmsteinn Gissurarson skrifar 31. október 2008 05:00 Margir kasta grímunni í kreppunni. Sjónvarpsstöð Baugsfeðga gerði þriðjudaginn 28. október skoðanakönnun um Davíð Oddsson. Niðurstöður voru kynntar svo, að 90% vildu Davíð burt. Þegar að var gáð, höfðu aðeins 40%, 800 af 2.000, svarað, svo að könnunin var ómarktæk vegna lágs svarhlutfalls. Í raun var niðurstaðan, að 36% (90% af 40%) vildu Davíð burt. Það er minna en búast mátti við eftir látlausar árásir Baugsmiðla á Davíð. Útrásarmenn reyna að kenna Davíð um eigið verk: Þeir stofnuðu til óhóflegra skulda. Að sjálfsögðu er meginskýringin á ástandinu hér hin alþjóðlega lánsfjárkreppa, sem á upptök sín í ríkisafskiptum af bandarískum húsnæðismarkaði. En kreppan skellur af þunga á Íslendingum, af því að bankarnir hér uxu hraðar og söfnuðu meiri skuldum en svo, að ríkissjóður og seðlabanki fengju að gert. Deila má um, hvort skipan peningamála á Íslandi hin síðari ár hafi verið heppileg. En henni er ekki um að kenna. Nýsjálendingar búa við sömu skipan peningamála. Bankar þeirra hafa ekki steypst um koll. Yfirtöku Glitnis er ekki heldur um að kenna. Óðs manns æði hefði verið að lána Glitni stóran hluta gjaldeyrisforða Seðlabankans gegn lökum veðum og engri tryggingu fyrir framtíðarlausn. Ákvörðun ríkisstjórninnar reyndist rétt: Næstu daga eftir yfirtökuna snarversnaði ástandið erlendis. Ekki má heldur gleyma því, að skuldatryggingarálag á íslensku bankana var löngu fyrir fall þeirra orðið svo hátt, að hinn alþjóðlegi lánsfjármarkaður taldi þá bersýnilega gjaldþrota. Tveir menn bera mesta sök. Gordon Brown fór ruddalega fram, þegar hann beitti lögum um hryðjuverkavarnir gegn íslenskum bönkum. Sérstakur tryggingasjóður ábyrgist innstæður í þeim eftir samevrópskum reglum. Ef sjóðurinn nægir ekki ásamt erlendum eigum bankanna til að gera upp við erlenda innstæðueigendur, þá ber íslenska ríkinu engin lagaleg skylda til að bæta við hann og skuldsetja með því komandi kynslóðir. Jón Ásgeir Jóhannesson er síðan sá útrásarmaður, sem safnaði ásamt hirð sinni mestum skuldum í íslenskum bönkum, auk þess sem hann beitti fjölmiðlum sínum gegn hinum fáu, sem mæltu varnaðarorð. Íslenska þjóðveldið féll, þegar jafnvægið raskaðist og 39 goðorð urðu að stórgoðorðum í höndum fimm fjölskyldna. Borgarastríð skall á, uns leita varð til Noregskonungs 1262 um frið og aðföng. Árið 2004 raskaðist jafnvægið hér á svipaðan hátt. Þrír auðmannahópar áttu bankana, stærstu fyrirtækin (viðskiptavini bankanna) og fjölmiðlana. Margir auðjöfranna eru mætir menn. En þá vantaði aðhald. Þegar Davíð Oddsson skynjaði hættuna og ætlaði með fjölmiðlafrumvarpi að tryggja dreifingu valds og eitthvert aðhald, synjaði forseti Íslands því staðfestingar. Vinstrisinnar klöppuðu fyrir forsetanum af sama kappi og hann fyrir útrásarmönnum. Áræðnir auðmæringar töldu sér eftir þetta alla vegi færa. Sá gæðingur, sem kapítalisminn getur verið beislaður, breyttist í ótemju. En lausnin nú er hvorki að auka ríkisvaldið né flytja það til útlanda, heldur að veita auðmönnum nauðsynlegt aðhald, um leið og kraftar þeirra eru nýttir öllum til góðs. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hannes Hólmsteinn Gissurarson Mest lesið Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun
Margir kasta grímunni í kreppunni. Sjónvarpsstöð Baugsfeðga gerði þriðjudaginn 28. október skoðanakönnun um Davíð Oddsson. Niðurstöður voru kynntar svo, að 90% vildu Davíð burt. Þegar að var gáð, höfðu aðeins 40%, 800 af 2.000, svarað, svo að könnunin var ómarktæk vegna lágs svarhlutfalls. Í raun var niðurstaðan, að 36% (90% af 40%) vildu Davíð burt. Það er minna en búast mátti við eftir látlausar árásir Baugsmiðla á Davíð. Útrásarmenn reyna að kenna Davíð um eigið verk: Þeir stofnuðu til óhóflegra skulda. Að sjálfsögðu er meginskýringin á ástandinu hér hin alþjóðlega lánsfjárkreppa, sem á upptök sín í ríkisafskiptum af bandarískum húsnæðismarkaði. En kreppan skellur af þunga á Íslendingum, af því að bankarnir hér uxu hraðar og söfnuðu meiri skuldum en svo, að ríkissjóður og seðlabanki fengju að gert. Deila má um, hvort skipan peningamála á Íslandi hin síðari ár hafi verið heppileg. En henni er ekki um að kenna. Nýsjálendingar búa við sömu skipan peningamála. Bankar þeirra hafa ekki steypst um koll. Yfirtöku Glitnis er ekki heldur um að kenna. Óðs manns æði hefði verið að lána Glitni stóran hluta gjaldeyrisforða Seðlabankans gegn lökum veðum og engri tryggingu fyrir framtíðarlausn. Ákvörðun ríkisstjórninnar reyndist rétt: Næstu daga eftir yfirtökuna snarversnaði ástandið erlendis. Ekki má heldur gleyma því, að skuldatryggingarálag á íslensku bankana var löngu fyrir fall þeirra orðið svo hátt, að hinn alþjóðlegi lánsfjármarkaður taldi þá bersýnilega gjaldþrota. Tveir menn bera mesta sök. Gordon Brown fór ruddalega fram, þegar hann beitti lögum um hryðjuverkavarnir gegn íslenskum bönkum. Sérstakur tryggingasjóður ábyrgist innstæður í þeim eftir samevrópskum reglum. Ef sjóðurinn nægir ekki ásamt erlendum eigum bankanna til að gera upp við erlenda innstæðueigendur, þá ber íslenska ríkinu engin lagaleg skylda til að bæta við hann og skuldsetja með því komandi kynslóðir. Jón Ásgeir Jóhannesson er síðan sá útrásarmaður, sem safnaði ásamt hirð sinni mestum skuldum í íslenskum bönkum, auk þess sem hann beitti fjölmiðlum sínum gegn hinum fáu, sem mæltu varnaðarorð. Íslenska þjóðveldið féll, þegar jafnvægið raskaðist og 39 goðorð urðu að stórgoðorðum í höndum fimm fjölskyldna. Borgarastríð skall á, uns leita varð til Noregskonungs 1262 um frið og aðföng. Árið 2004 raskaðist jafnvægið hér á svipaðan hátt. Þrír auðmannahópar áttu bankana, stærstu fyrirtækin (viðskiptavini bankanna) og fjölmiðlana. Margir auðjöfranna eru mætir menn. En þá vantaði aðhald. Þegar Davíð Oddsson skynjaði hættuna og ætlaði með fjölmiðlafrumvarpi að tryggja dreifingu valds og eitthvert aðhald, synjaði forseti Íslands því staðfestingar. Vinstrisinnar klöppuðu fyrir forsetanum af sama kappi og hann fyrir útrásarmönnum. Áræðnir auðmæringar töldu sér eftir þetta alla vegi færa. Sá gæðingur, sem kapítalisminn getur verið beislaður, breyttist í ótemju. En lausnin nú er hvorki að auka ríkisvaldið né flytja það til útlanda, heldur að veita auðmönnum nauðsynlegt aðhald, um leið og kraftar þeirra eru nýttir öllum til góðs.