Erlent

Venesúela setur hömlur á bandarísk flugfélög

Óli Tynes skrifar
Delta er meðal bandarískra flugfélaga sem verða að fækka ferðum til Venesúela.
Delta er meðal bandarískra flugfélaga sem verða að fækka ferðum til Venesúela.

Stjórnvöld í Venesúela hafa skipað bandarískum flugfélögum að fækka ferðum til landsins.

Skipunin kom eftir að flugmálayfirvöld í Bandaríkjunum lýstu efasemdum um öryggi flugstöðva í Venesúela.

Fjölmiðlar í Venesúela segja að þessi skipun hafi verið send Delta flugfélaginu, American Airlines og Continental. Delta hefur staðfest þetta en hin félögin ekki ennþá.

Hugo Chaves, forseti Venesúela er líklega mesti óvinur Bandaríkjanna í dag. Allavega er hann sá opinskáassti.

Forsetinn opnar varla svo munninn að hann kenni ekki Bandaríkjunum um allt sem aflaga fer í heiminum.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×