Góði pabbi, vondi pabbi Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 1. október 2008 06:30 Vökustaurar forfeðranna hafa nú loks endurheimt hlutverk sitt síðustu örlaganætur. Ósofnir og veðraðir víkingarnir hafa snúið aftur til að færa okkur almúganum þau tíðindi að skildirnir séu brotnir, axirnar hauslausar og útrásin hafi breyst í innrás. Vígamennirnir vega mann og annan og nú er af sem áður var; allir eru berir um bak því enginn finnst bróðirinn lengur. Engin furða að þeim hafi ekki komið blundur á brá. Áður var mjóróma gagnrýni hinna óbreyttu á ofurlaun víkinganna svarað með fullyrðingum um yfirnáttúrulegt hæfi þessara manna, hver þeirra var jafn mikils virði og hundrað óbreyttir. Mýldur lýðurinn muldraði í barminn en lét gott heita eins og alltaf, enda hlaut þjóðfélaginu að vera mikill akkur í svona verðmætu fólki. Á meðan hinn almenni borgari ergði sig á hækkun matarkörfunnar upp fyrir neðri skýjamörk var spilað með töluvert hærri fjárhæðir á næturfundum víkinganna. Venjuleg úrlausnarefni hversdagsins verða hjóm eitt hjá alvörubisness þar sem heilu fyrirtækjunum er þrusað þvers og kruss yfir borðið. Hver hefur eirð í sér til að steikja fiskibollur og snýta krakkagrísum þegar spurningin vofir yfir okkur öllum: Tekst að stöðva dómínóið? Litla, meðvirka þjóðin í norðri veit nú ekki sitt rjúkandi ráð. Eftir áralangan sameiginlegan pirring yfir vantrausti erlendra fjölmiðla og skæting í garð útrásarhetjanna eru nú aftur tvær skoðanir í boði. Helmingurinn getur verið sannfærður um að Davíð hafi bjargað bönkum og þjóð frá glötun, hafi upp á eigin spýtur reddað málunum með töffaralegum einleik á ögurstundu. Hinir eru einna helst á því að Davíð hafi verið að hefna persónulegra harma sinna. Einhvern veginn snýst allt aftur um Davíð. Einmitt þegar við vorum farin að vona að hann myndi una glaður við sitt spakur og hlédrægur kemur hann eins og upprisin múmía sem hefur endurheimt undrakraftana. Nú verður allt gott því pabbi er kominn aftur til að passa okkur. Þar sem fyrirsjáanlegt er að bankastjórarnir og við hin verðum bráðum öll á strípuðum ríkistöxtum munum við kannski eiga fleira sameiginlegt en áður. Verðum ein þjóð á ný. Kannski blankari en vonandi reynslunni ríkari. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið „Múslimahjörðin“ að taka yfir Ísland? Árni Þór Þórsson Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn yfirgefur okkur Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Manst þú eftir hverfinu þínu? Pétur Marteinsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Halldór 10.01.2026 Halldór Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Þegar samhengi breytist – og orðræðan með Bogi Ragnarsson Skoðun Málið of stórt fyrir þjóðina Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að óttast að það verði sem orðið er Helga Þórólfsdóttir Skoðun Bókun 35: Þegar Alþingi missir síðasta orðið Júlíus Valsson Skoðun
Vökustaurar forfeðranna hafa nú loks endurheimt hlutverk sitt síðustu örlaganætur. Ósofnir og veðraðir víkingarnir hafa snúið aftur til að færa okkur almúganum þau tíðindi að skildirnir séu brotnir, axirnar hauslausar og útrásin hafi breyst í innrás. Vígamennirnir vega mann og annan og nú er af sem áður var; allir eru berir um bak því enginn finnst bróðirinn lengur. Engin furða að þeim hafi ekki komið blundur á brá. Áður var mjóróma gagnrýni hinna óbreyttu á ofurlaun víkinganna svarað með fullyrðingum um yfirnáttúrulegt hæfi þessara manna, hver þeirra var jafn mikils virði og hundrað óbreyttir. Mýldur lýðurinn muldraði í barminn en lét gott heita eins og alltaf, enda hlaut þjóðfélaginu að vera mikill akkur í svona verðmætu fólki. Á meðan hinn almenni borgari ergði sig á hækkun matarkörfunnar upp fyrir neðri skýjamörk var spilað með töluvert hærri fjárhæðir á næturfundum víkinganna. Venjuleg úrlausnarefni hversdagsins verða hjóm eitt hjá alvörubisness þar sem heilu fyrirtækjunum er þrusað þvers og kruss yfir borðið. Hver hefur eirð í sér til að steikja fiskibollur og snýta krakkagrísum þegar spurningin vofir yfir okkur öllum: Tekst að stöðva dómínóið? Litla, meðvirka þjóðin í norðri veit nú ekki sitt rjúkandi ráð. Eftir áralangan sameiginlegan pirring yfir vantrausti erlendra fjölmiðla og skæting í garð útrásarhetjanna eru nú aftur tvær skoðanir í boði. Helmingurinn getur verið sannfærður um að Davíð hafi bjargað bönkum og þjóð frá glötun, hafi upp á eigin spýtur reddað málunum með töffaralegum einleik á ögurstundu. Hinir eru einna helst á því að Davíð hafi verið að hefna persónulegra harma sinna. Einhvern veginn snýst allt aftur um Davíð. Einmitt þegar við vorum farin að vona að hann myndi una glaður við sitt spakur og hlédrægur kemur hann eins og upprisin múmía sem hefur endurheimt undrakraftana. Nú verður allt gott því pabbi er kominn aftur til að passa okkur. Þar sem fyrirsjáanlegt er að bankastjórarnir og við hin verðum bráðum öll á strípuðum ríkistöxtum munum við kannski eiga fleira sameiginlegt en áður. Verðum ein þjóð á ný. Kannski blankari en vonandi reynslunni ríkari.