Spænskir fjölmiðlar lofa Eið Smára Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 25. september 2008 12:06 Takk, Guddy - foríða El Mundo Deportivo í dag. Eiður Smári Guðjohnsen er hetja dagsins í Barcelona eftir sigurmark hans í leiknum gegn Real Betis í gær. Þetta var annars sigur Börsunga í röð eftir 6-1 stórsigur liðsins á Sporting Gijon um síðustu helgi. Eiður Smári kom inn á sem varamaður í þeim leik, rétt eins og í gær. Mark Eiðs Smára í gær var hans fyrsta á tímabilinu með Börsungum og það fyrsta síðan í janúar síðastliðnum er hann skoraði eitt marka liðsins í 4-0 sigri á Real Murcia. Reyndar skoraði hann aðeins tvö deildarmörk á síðasta keppnistímabili og var því markið í gær kærkomið fyrir hann. Spænskir fjölmiðlar eru fljótir að breyta mönnum í hetju og skúrka og féll Eiður Smári í fyrrnefnda flokkinn eftir frammistöðuna í gær. Þeir sögðu að mark Eiðs hefði bjargað Barcelona frá slæmu tapi enda hefur tímabilið byrjað heldur illa hjá Börsungum. Barcelona er þó í fimmta sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Real Madrid sem er í öðru sæti deildarinnar og þremur á eftir Villarreal sem er í efsta sæti. Spænskir fjölmiðlar velta nú einnig fyrir sér stöðu Thierry Henry sem var geymdur á bekknum í gær. Það hafi komið flestum í opna skjöldu er Eiði Smára var skipt inn á en ekki Henry. Samuel Eto'o virðist nú vera fyrsti kostur í fremsta sóknarmann og þá verður þeim Andrés Iniesta og Lionel Messi varla haggað á köntunum. Innkoma Eiðs Smára í gær gerir það að verkum að staða Henry er enn verri en áður. Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira
Eiður Smári Guðjohnsen er hetja dagsins í Barcelona eftir sigurmark hans í leiknum gegn Real Betis í gær. Þetta var annars sigur Börsunga í röð eftir 6-1 stórsigur liðsins á Sporting Gijon um síðustu helgi. Eiður Smári kom inn á sem varamaður í þeim leik, rétt eins og í gær. Mark Eiðs Smára í gær var hans fyrsta á tímabilinu með Börsungum og það fyrsta síðan í janúar síðastliðnum er hann skoraði eitt marka liðsins í 4-0 sigri á Real Murcia. Reyndar skoraði hann aðeins tvö deildarmörk á síðasta keppnistímabili og var því markið í gær kærkomið fyrir hann. Spænskir fjölmiðlar eru fljótir að breyta mönnum í hetju og skúrka og féll Eiður Smári í fyrrnefnda flokkinn eftir frammistöðuna í gær. Þeir sögðu að mark Eiðs hefði bjargað Barcelona frá slæmu tapi enda hefur tímabilið byrjað heldur illa hjá Börsungum. Barcelona er þó í fimmta sæti deildarinnar, aðeins tveimur stigum á eftir Real Madrid sem er í öðru sæti deildarinnar og þremur á eftir Villarreal sem er í efsta sæti. Spænskir fjölmiðlar velta nú einnig fyrir sér stöðu Thierry Henry sem var geymdur á bekknum í gær. Það hafi komið flestum í opna skjöldu er Eiði Smára var skipt inn á en ekki Henry. Samuel Eto'o virðist nú vera fyrsti kostur í fremsta sóknarmann og þá verður þeim Andrés Iniesta og Lionel Messi varla haggað á köntunum. Innkoma Eiðs Smára í gær gerir það að verkum að staða Henry er enn verri en áður.
Spænski boltinn Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Fannst Tottenham spila eins og fjórðu deildarlið gegn Chelsea Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Umboðsmaður hótaði leikmanni með byssu O'Neil tekur ekki við Úlfunum á ný Emilía opnaði markareikninginn gegn Ingibjörgu Fyrsti sigur í hús hjá Genoa Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Segir Wirtz enn vera að venjast leikjaálaginu Sjá meira