Úrslitakeppnin hefst á morgun Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. apríl 2008 09:09 Tim Duncan reynir hér að stöðva Steve Nash. Nordic Photos / Getty Images Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað. Það stefnir í einhverja mest spennandi úrslitakeppni í manna minnum, þá sérstaklega í Vesturdeildinni. Meistararnir í San Antonio eiga ekki auðvelt verkefni fyrir höndum strax í fyrstu umferðinni en þar mætir liðið Steve Nash, Amare Stoudemire, Shaquille O'Neal og félögum í Phoenix. Reyndar eru allar viðureignirnar í Vesturdeildinni afar athyglisverðar. Það er ekki hægt að bóka annað liðið áfram í neinni rimmu. Efsta liðið í deildinni, LA Lakers, mætir Denver í fyrstu umferðinni en getur alls ekki bókað auðveldan sigur þar. Í Austurdeildinni er ekki útlit fyrir jafn mikla spennu en þar er nánast hægt að stóla á að Boston og Detroit komist áfram í næstu umferð. Orlando varð í þriðja sæti deildarinnar og mætir Toronto sem gæti verið athyglisverð rimma. Þá verður einnig athyglisvert að sjá þegar þeir LeBron James og Gilbert Arenas mætast á vellinum í rimmu Cleveland og Washington. Hér, á heimasíðu NBA, má sjá dagskrá fyrstu umferðar úrslitakeppninnar. Sem fyrr segir hefjast fyrri fjögur einvígin á morgun og hin á sunnudaginn. NBA TV er á rás 48 á Digital Ísland og verður með beina útsendingu á hverju kvöldi í fyrstu tveimur umferðunum. Stöð 2 Sport mun einnig sýna valda leiki í beinni útsendingu en það kemur betur í ljós þegar á líður hvaða leikir það verða. Á NBA-bloggi Vísis má fylgjast með dagskrá NBA TV. En nú þegar hefur verið ákveðið hvaða leikir verða í beinni fyrstu dagana í úrslitakeppninni. Laugardagur 19. apríl kl. 16.30: Cleveland - Washington #1 Sunnudagur 20. apríl kl. 00.30*: Boston - Atlanta #1 Mánudagur 21. apríl kl. 01.30*: Houston - Utah #2 Þriðjudagur 22. apríl kl. 23.00: New Orleans - Dallas #2 Miðvikudagur 23. apríl kl. 23.30: Detroit - Philadelphia #2 Fimmtudagur 24. apríl kl. 23.30: Toronto - Orlando #3 Föstudagur 25. apríl kl. 23.00: Philadelphia - Detroit #3 Laugardagur 26. apríl kl. 19.00: Toronto - Orlando #4 Sunnudagur 27. apríl kl. 19.30: Phoenix - San Antonio #4 Mánudagur 28. apríl kl. 00.00*: Atlanta - Boston #4 *Aðfaranótt næsta dags NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Úrslitakeppni NBA-deildarinnar hefst á morgun þegar fjórar af átta fyrstu rimmunum í fyrstu umferð keppninnar fara af stað. Það stefnir í einhverja mest spennandi úrslitakeppni í manna minnum, þá sérstaklega í Vesturdeildinni. Meistararnir í San Antonio eiga ekki auðvelt verkefni fyrir höndum strax í fyrstu umferðinni en þar mætir liðið Steve Nash, Amare Stoudemire, Shaquille O'Neal og félögum í Phoenix. Reyndar eru allar viðureignirnar í Vesturdeildinni afar athyglisverðar. Það er ekki hægt að bóka annað liðið áfram í neinni rimmu. Efsta liðið í deildinni, LA Lakers, mætir Denver í fyrstu umferðinni en getur alls ekki bókað auðveldan sigur þar. Í Austurdeildinni er ekki útlit fyrir jafn mikla spennu en þar er nánast hægt að stóla á að Boston og Detroit komist áfram í næstu umferð. Orlando varð í þriðja sæti deildarinnar og mætir Toronto sem gæti verið athyglisverð rimma. Þá verður einnig athyglisvert að sjá þegar þeir LeBron James og Gilbert Arenas mætast á vellinum í rimmu Cleveland og Washington. Hér, á heimasíðu NBA, má sjá dagskrá fyrstu umferðar úrslitakeppninnar. Sem fyrr segir hefjast fyrri fjögur einvígin á morgun og hin á sunnudaginn. NBA TV er á rás 48 á Digital Ísland og verður með beina útsendingu á hverju kvöldi í fyrstu tveimur umferðunum. Stöð 2 Sport mun einnig sýna valda leiki í beinni útsendingu en það kemur betur í ljós þegar á líður hvaða leikir það verða. Á NBA-bloggi Vísis má fylgjast með dagskrá NBA TV. En nú þegar hefur verið ákveðið hvaða leikir verða í beinni fyrstu dagana í úrslitakeppninni. Laugardagur 19. apríl kl. 16.30: Cleveland - Washington #1 Sunnudagur 20. apríl kl. 00.30*: Boston - Atlanta #1 Mánudagur 21. apríl kl. 01.30*: Houston - Utah #2 Þriðjudagur 22. apríl kl. 23.00: New Orleans - Dallas #2 Miðvikudagur 23. apríl kl. 23.30: Detroit - Philadelphia #2 Fimmtudagur 24. apríl kl. 23.30: Toronto - Orlando #3 Föstudagur 25. apríl kl. 23.00: Philadelphia - Detroit #3 Laugardagur 26. apríl kl. 19.00: Toronto - Orlando #4 Sunnudagur 27. apríl kl. 19.30: Phoenix - San Antonio #4 Mánudagur 28. apríl kl. 00.00*: Atlanta - Boston #4 *Aðfaranótt næsta dags
NBA Mest lesið „Held að hann sé hundfúll að vera ekki í liðinu“ Handbolti Segja Ronaldo hafa misst af leik til að sleppa við svipuhögg Fótbolti „Þér að kenna ef við vinnum ekki deildina“ Enski boltinn Þriðja meðgangan á fimm árum: Skórnir komnir á hilluna fyrir fullt og allt Handbolti Segir það þjakandi og einmanalegt að vera hjá Man United Enski boltinn Gæti fengið bann sem gildir um allan heim Fótbolti Hafnarfjörður keypti Skessuna fyrir 1.190 milljónir Fótbolti „Eins manns dauði er annars brauð“ Handbolti Ofurtölvan setur Liverpool á toppinn og Arsenal ofar Real Madrid Fótbolti Barn beit dómarann á mjög viðkvæman stað og leik var aflýst Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Stjarnan - Hamar/Þór | Komast gestirnir að hlið Garðbæinga? Kyrie Irving skoraði með slitið krossband Serena Williams orðin eigandi fyrsta kanadíska WNBA-liðsins „Urðum okkur sjálfum til skammar“ Martin og félagar gulir og glaðir þriðja leikinn í röð „Niðurdrepandi og leiðinlegar fréttir“ Butler gleymdi að mála og greiða leiguna Meistarar mætast í bikarnum Jón Otti körfuboltadómari fallinn frá Ómetanleg vinátta: „Við munum lifa á þessu vel og lengi“ „Gæti skilið á milli fyrir KR hversu góður hann er“ „Gefur okkur mikið sjálfstraust“ Þór ekki í teljandi vandræðum með Val Elvar Már öflugur í enn einu tapi Maroussi Grindavík lagði Aþenu í botnslagnum Uppgjörið: Keflavík - Haukar 96-105 | Aftur sóttu Haukar sigur í Sláturhúsið Tryggvi og félagar fjarlægjast fallsvæðið Kane minnir Pavel á Craion: „Vildu bara vinna“ Borche: Dómararnir sjá það sem þeir sjá Kári: Bara negla þessu niður „Held áfram nema ég verði rekinn“ „Ánægður með hvernig menn brugðust við mótlætinu“ Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn Uppgjör og viðtöl: Valur - ÍR 90-87 | Valsmenn styrktu stöðu sína Uppgjörið: Hamar/Þór - Tindastóll 77-72 | Mikilvægur sigur heimaliðsins Embiid frá út leiktíðina „Óafsakanlegt hvernig við mættum til leiks“ „Tilefnið stórt og sterkt að landa sigri“ „Ákveðnir í því að gefa þeim enga von“ „Ég er stríðsmaður og hef lent í þessu áður“ Sjá meira
Uppgjörið og viðtöl: KR - Höttur 97-75 | KR-ingar náðu í mikilvæg stig og felldu um leið Hattarmenn