Viðskipti innlent

Eimskip féll um 11,5 prósent

Gengið fram hjá einum af gámum Eimskipafélagsins.
Gengið fram hjá einum af gámum Eimskipafélagsins. Mynd/Teitur

Gengi hlutabréfa í Eimskipafélaginu féll um tæp 11,5 prósent við upphaf viðskiptadagsins í Kauphöll Íslands. Félagið greindi frá því í morgun að það hefði afskrifað nærri níu milljarða úr bókum sínum vegna eignarhlutar í dótturfélagi sínu, Innovate Holding, í Bretlandi. Unnið er að sölu á Innovate, að sögn Eimskipafélagsins.

Gengi bréfa í Eimskipafélaginu stendur nú í 17,75 krónum á hlut og hefur ekki verið jafn lágt um árabil.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×