Íslandsmeistarar Hauka kláruðu leiktíðina í N1 deildinni með sóma í dag þegar þeir lögðu Aftureldingu 32-29. Haukarnir fengu svo Íslandsbikarinn afhentan eftir leikinn en þeir höfðu þegar tryggt sér sigur í deildinni.
Gunnar Berg Viktorsson skoraði 10 mörk fyrir Hauka í dag og Kári Kristjánsson 1 og þeir Jón Karl Björnsson (4) og Halldór Ingólfsson (1) komust báðir á blað í sínum síðasta leik fyrir félagið.
Einar Örn Guðmundsson skoraði 13 mörk fyrir Aftureldingu og Hilmar Stefánsson 5.