Viðskipti innlent

Glitnir leiðir rólega hækkun í Kauphöllinni

Lárus Welding, forstjóri Glitnis.
Lárus Welding, forstjóri Glitnis. Mynd/Vilhelm

Gengi hlutabréfa í Glitni hækkaði um 0,92 prósent í upphafi viðskiptadagsins í Kauphöllinni í dag. Á eftir fylgja Kaupþing, sem hefur hækkað um 0,64 prósent, Icelandair, sem hefur hækkað um 0,61 prósent og Straumur, sem hefur hækkað lítillega.

Dagurinn byrjar afar rólega. Einungis 24 viðskipti með hlutabréf hafa átt sér stað og nemur heildarveltan rúmum 1,4 milljörðum króna. Mest er veltan með bréf í Kaupþingi, eða fyrir rúma 1,3 milljarða króna.  

Gengi bréfa í færeyska flugfélaginu Atlantic Airways hefur á móti lækkað um 0,9 prósent. Þá hafa Eimskipsbréf lækkað um 0,4 prósent en félagið skilaði uppgjöri sínu í gærkvöldi.

Engin breyting er á gengi annarra félaga í Kauphöllinni.

Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 0,43 prósent og stendur vísitalan í 4.532 stigum






Fleiri fréttir

Sjá meira


×