Erlent

Pútín fær Nóbelsverðlaun

MYND/AP

Vladímír Pútín, forseti Rússland, hefur fengið Nóbelsverðlaun.

Þetta eru þó ekki hin frægu verðlaun sem Norðmenn og Svíar veita ár hvert heldur hins svokölluðu Ludvig Nobel verðlaun sem rússneskir auðjöfrar og listamenn veita fyrir störf í þágu Rússlands. Ludvig var eldri bróðir Alfreds Nobel sem hin frægu Nóbelsverðlaun eru kennd við.

Hin rússnesku Nóbelsverðlaun voru fyrst veitt árið 1888, sjö árum eftir andlát Ludvigs, en voru lögð niður eftir byltinguna 1917. Verðlaunin voru svo endurvakin fyrir fjórum árum. Þeim fylgir hins vegar engin peningaupphæð eins og Nóbelsverðlaununum sem Svíar og Norðmenn veita.

„Undir stjórn fyrrverandi forseta, Jeltsín, var ringulreið og lögleysa. Einhver þurfti að binda endi á öll morðin og ránin. Pútín axlaði þessa ábyrgð í átta ár," segir Jevgení Lukoshkov, formaður verðlaunanefndarinnar, í samtali við Reuters. Pútín lætur af embætti sem forseti í næsta mánuði.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×