Erlent

Danir vilja sekta foreldra fyrir skemmdarverk barna

Óli Tynes skrifar
Veggjakrot er meðal skemmdarverka sem unglingar gjarnan vinna.
Veggjakrot er meðal skemmdarverka sem unglingar gjarnan vinna.

Ungdómsnefnd danska dómsmálaráðuneytisins hefur lagt til að foreldrar verði sektaðir fyrir tjón sem börn þeirra undir 18 ára aldri valda.

Nefndin bendir á að þessi háttur sé hafður ár í Noregi. Þar er hægt að sekta foreldra fyrir skemmdarverk.

Sektin er þó að hámarki 5000 norskar krónur fyrir hvert skemmdarverk. Það gerir um 80 þúsund íslenskar krónur.

Brian Mikkelsen nýr dómsmálaráðherra Danmerkur er hæstánægður með þessar tillögur.

Hann segist leggja mikla áherslu á að foreldrar taki meiri ábyrgð á því að börn þeirra vinni ekki skemmdarverk.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×