Handboltamarkvörðurinn Magnús Sigmundsson ætlar að enda feril sinn með FH. Hann hefur skrifað undir eins árs samning við félagið en síðustu tvö ár hefur hann leikið með erkifjendunum í Haukum.
Magnús varð Íslandsmeistari með Haukum síðasta vetur en mun nú halda heim.
Magnús er uppalinn FH-ingur en hann hefur einnig leikið með ÍR. FH vann 1. deildina á síðasta tímabili og vann sér því inn sæti í úrvalsdeildinni á nýjan leik.