Erlent

Kornabörn með nýrnasteina af þurrmjólk

Óli Tynes skrifar
Sanlu þurrmjólk.
Sanlu þurrmjólk.

Tugir kornabarnabarna eru á sjúkrahúsum í Kína vegna nýrnasteina og eitt barn hefur látist. Þetta er rakið við vissrar tegundar af þurrmjólk sem öll börnin neyttu.

Börnin eru öll undir ellefu mánaða gömul. Framleiðandinn Sanlu hefur afturkallað alla mjólk sem var framleidd fyrir sjötta ágúst síðastliðinn.

Læknar í Gansu héraði í norðvesturhluta Kína sögðu við Xinhua fréttastofuna að óprúttnir menn kunni að hafa sett svikna vöru í umbúðir merktar Sanlu.

Foreldrar barnanna búa flestir í afskekktum fátækum héruðum. Þeim ber saman um að mjólkin hafi verið miklu ódýrari en sú semþeir venjulega kaupa.










Fleiri fréttir

Sjá meira


×