Úrvalslið Iceland Express deildar kvenna hafði sigur 103-94 gegn Íslenska landsliðinu í fyrri Stjörnuleiknum hjá KKÍ sem fram fer á Ásvöllum. LaKiste Barkus hjá Hamri skoraði 32 stig og var kjörin besti leikmaðurinn í leiknum.
Leikurinn í karlaflokki hófst klukkan 16 en þá er einnig ólokið troðkeppni og skotkeppni þar sem margar af helstu skyttum þjóðarinnar fyrr og síðar etja kappi.
Í skotkeppninni í kvennaflokki var mikil spenna, en þar var það Pálína Gunnlaugsdóttir sem varð hlutskörpust eftir bráðabana við Efemíu Sigurbjörnsdóttur.
Hér má sjá hvernig fór í úrslitunum í skotkeppninni:
Úrslit
Pálína Gunnlaugsdóttir 11 stig
Efemía Sigurbjörnsdóttir 11 stig
Slavica Dimovska 9 stig
Petrúnella Skúladóttir 9 stig
Sigrún Skarphéðinsdóttir 6 stig
Bráðabani
Pálína Gunnlaugsdóttir 11 stig
Efemía Sigurbjörnsdóttir 9 stig