Silfur Þórhildur Elín Elínardóttir skrifar 27. ágúst 2008 06:00 Síðustu vikuna hefur hópsálin í okkur fengið ærið tækifæri til að fagna. Hversu sérlunduð sem við erum annars og önug kannski sum, finnst varla sá Íslendingur tveggja ára og eldri sem ekki gladdist innilega yfir handboltaúrslitum Ólympíuleikanna. Hin ævintýralega töfrastund þegar sameinuð þjóðin tryggði sér silfrið verður hér eftir dálítill sælureitur í huganum sem gott er að rifja upp síðar þegar eitthvað leiðinlegt er í gangi, verið er að taka blóðprufu eða andstyggileg stöðumælasekt bíður á bílnum. Eins og allir muna hvar þeir voru 11. september mun nú með öfugum formerkjum enginn gleyma hvar hann var 22. ágúst þegar við hjálpuðumst öll að við að sigra Spánverjana með því að leggja niður störf og öskra okkur hás í fundarherbergjum víðsvegar. Alkunn er hjátrú íþróttafólks sem sumir leggja sérstaka rækt við, til dæmis með því að vilja helst ákveðinn lit eða númer á keppnisbúninginn. Við smælingjarnir sem tökum bara andlegan þátt í stórmótum leggjum okkur líka fram eftir fremsta megni. Þannig gripu heilu vinnustaðirnir andann á lofti og sussuðu höstugir á leiklýsandinn þegar hann tilkynnti að sigurinn væri í höfn löngu áður en leikurinn var búinn. Svona kæruleysislegar yfirlýsingar eru stórhættulegar og hefðu getað orðið dýrkeyptar. Óvarleg orð á ögurstundu eru mjög mikið óhappa. Sumir gengu enn lengra í stuðningi sínum við íslenska landsliðið með því að loka sig inni og hvorki horfa né hlusta á leikinn. Reynslan hafði nefnilega sýnt að liðið þeirra tapaði ævinlega þegar þeir fylgdust með og því mikilvægt að taka enga áhættu. Dýrari fórn getur þjóðhollur og ákafur stuðningsmaður ekki fært en neita sjálfum sér um að verða vitni að glæsilegasta hápunkti Íslandssögunnar. Hetjuljómi sem áður dreifðist lauslega yfir bankamenn, Gunnar á Hlíðarenda og Björk umvefur nú óskiptur íslenska landsliðið í handbolta. Hinn karlmannlegi Ólafur Stefánsson í geðshræringu gerði meira fyrir íslenska stráka en heil kynslóð sálfræðinga og sannaði í eitt skipti fyrir öll að það er allt í lagi að gráta. Kraumandi pirringur yfir fánýti fálkaorðuveitinga er fyrir bí og framvegis verður hægt að vísa til silfursins sem mælikvarða á verðleika þiggjenda. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þórhildur Elín Elínardóttir Mest lesið Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun
Síðustu vikuna hefur hópsálin í okkur fengið ærið tækifæri til að fagna. Hversu sérlunduð sem við erum annars og önug kannski sum, finnst varla sá Íslendingur tveggja ára og eldri sem ekki gladdist innilega yfir handboltaúrslitum Ólympíuleikanna. Hin ævintýralega töfrastund þegar sameinuð þjóðin tryggði sér silfrið verður hér eftir dálítill sælureitur í huganum sem gott er að rifja upp síðar þegar eitthvað leiðinlegt er í gangi, verið er að taka blóðprufu eða andstyggileg stöðumælasekt bíður á bílnum. Eins og allir muna hvar þeir voru 11. september mun nú með öfugum formerkjum enginn gleyma hvar hann var 22. ágúst þegar við hjálpuðumst öll að við að sigra Spánverjana með því að leggja niður störf og öskra okkur hás í fundarherbergjum víðsvegar. Alkunn er hjátrú íþróttafólks sem sumir leggja sérstaka rækt við, til dæmis með því að vilja helst ákveðinn lit eða númer á keppnisbúninginn. Við smælingjarnir sem tökum bara andlegan þátt í stórmótum leggjum okkur líka fram eftir fremsta megni. Þannig gripu heilu vinnustaðirnir andann á lofti og sussuðu höstugir á leiklýsandinn þegar hann tilkynnti að sigurinn væri í höfn löngu áður en leikurinn var búinn. Svona kæruleysislegar yfirlýsingar eru stórhættulegar og hefðu getað orðið dýrkeyptar. Óvarleg orð á ögurstundu eru mjög mikið óhappa. Sumir gengu enn lengra í stuðningi sínum við íslenska landsliðið með því að loka sig inni og hvorki horfa né hlusta á leikinn. Reynslan hafði nefnilega sýnt að liðið þeirra tapaði ævinlega þegar þeir fylgdust með og því mikilvægt að taka enga áhættu. Dýrari fórn getur þjóðhollur og ákafur stuðningsmaður ekki fært en neita sjálfum sér um að verða vitni að glæsilegasta hápunkti Íslandssögunnar. Hetjuljómi sem áður dreifðist lauslega yfir bankamenn, Gunnar á Hlíðarenda og Björk umvefur nú óskiptur íslenska landsliðið í handbolta. Hinn karlmannlegi Ólafur Stefánsson í geðshræringu gerði meira fyrir íslenska stráka en heil kynslóð sálfræðinga og sannaði í eitt skipti fyrir öll að það er allt í lagi að gráta. Kraumandi pirringur yfir fánýti fálkaorðuveitinga er fyrir bí og framvegis verður hægt að vísa til silfursins sem mælikvarða á verðleika þiggjenda.
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun