Viðskipti innlent

Icelandair hækkaði mest í Kauphöllinni

Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair.
Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair. Mynd/GVA

Icelandair tók flugið í Kauphöllinni í dag þegar gengi bréfa í félaginu hækkaði um 3,53 prósent. Gengið endaði í 15,25 krónum á hlut og hefur ekki verið hærra í vikunni. Þá hækkaði gengi bréfa í Færeyjabanka um rétt rúmt prósent.

Bréf í Bakkavör, Alfesca, Marel, Össur og Straumi hækkuðu um tæpt prósent.

Gengi Century Aluminum lækkaði hin vegar um rúm 1,9 prósent, bréf í SPRON lækkaði um 1,87 prósent og í Atlantic Airways um 1,1,84 prósent. Exista, Teymi, Eik banki og Atlantic Petroleum lækkaði um tæpt prósent á sama tíma.

Úrvalsvísitalan stendur svo til óbreytt frá í gær í 4.512 stigum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×