Erlent

Kim Jong Il mætti ekki í stórafmæli þjóðarinnar

Óli Tynes skrifar
Kim Jong Il... eða hvað?
Kim Jong Il... eða hvað?

Kim Jong Il, leiðtogi Norður-Kóreu, var hvergi sjáanlegur á mikilli hersýningu sem haldin var í dag í tilefni af sextíu ára afmæli ríkisins. Það hefur orðið til þess að ýta enn meira undir vangaveltur um heilsufar hans.

Raunar segir japanskur prófessor sem er sérfræðingur í málefnum Norður-Kóreu að Kim sé löngu dauður. Hann hafi látist úr sykursýki árið 2003. Prófessorinn segir að það séu tvífarar leiðtogans sem sé rúllað fram við sérstök opinber tækifæri.

Hinn ástsæli leiðtogi hefur hinsvegar átt það til að hverfa af sjónarsviðinu mánuðum saman og mæta svo allt í einu aftur. Nema náttúrlega það séu tvífarar hans.

Það má þó telja líklegt að eitthvað sé öðruvísi en það á að vera, fyrst hann mætir ekki við jafn hátíðlegt tækifæri og sextíu ára afmæli sæluríkisins.












Fleiri fréttir

Sjá meira


×