Sjóliðar af danska herskipinu Absalon réðust til dag til uppgöngu í móðurskip sjóræningja undan strönd Sómalíu og handtóku þar tíu manns.
Þeir voru fluttir um borð í Absalon þar sem þeim er haldið á bakvið lás og slá. Danska skipið tók fyrir nokkrum dögum við yfirstjórn alþjóðlegrar flotadeildar Task Force 150.
Hún hefur meðal annars það hlutverk að elta uppi sjóræningja og sopnasmyglara á norðurhluta Indlandshafs.
Danska utanríkisráðuneytið mun taka ákvörðun um hvað verður gert við sjóræningjana.