Boston Celtics NBA-meistari Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 18. júní 2008 09:12 Boston Celtics, NBA-meistararnir árið 2008. Nordic Photos / Getty Images Boston Celtics varð í nótt NBA-meistari í sautjánda sinn í sögunni eftir 4-2 sigur á Los Angeles Lakers í úrslitarimmu liðanna. Boston hreinlega slátraði Lakers í sjötta leik liðanna í nótt, 131-92. Paul Pierce var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann hefur í öll sín níu ár í NBA-deildinni leikið með Boston. Þetta var fyrsti titill hans með liðinu sem og fyrsti titill þeirra Ray Allen og Kevin Garnett. Mikil geðshræring greip um sig í liði Boston eftir leik og sá síðastnefndi náði varla að klára sjónvarpsviðtal eftir leik. 22 ár eru liðin síðan að Boston varð síðast meistari í NBA-deildinni en margir af gömlu hetjunum voru á leiknum í gær, til að mynda Bill Russell og John Havlicek. Gamli þjálfari Celtic, Red Auerbach, lést árið 2006 en minning hans var heiðruð í gær. Leikmenn og Doc Rivers, þjálfari Celtic í dag, minntust hans með hlýlegum orðum. Hann vann níu NBA-meistaratitla á sínum ferli en síðan þá hefur Phil Jackson jafnað það met. Boston kom í gær fyrir að Jackson ynni sinn tíunda meistaratitil en hann er nú þjálfari LA Lakers. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum og yfirspiluðu Lakers nánast frá fyrstu mínútu. Engu að síður náði Boston ekki að hrista Lakers af sér fyrr en um miðjan annan leikhluta. Staðan var þá 32-29 en þá setti Boston niður tvo þrista í röð og litu aldrei til baka eftir það. Staðan í hálfleik var 58-35 og samtals vann Boston annan leikhluta með 34 stigum gegn fimmtán. Boston var með bensínið í botni allan síðari hálfleik og Lakers átti aldrei minnsta möguleika á að minnka muninn verulega. Kevin Garnett og Ray Allen voru með 26 stig hver í leiknum en Garnett tók fjórtán fráköst í leiknum. Allen hitti úr sjö af níu þriggja stiga tilraunum sínum í leiknum. Rajon Rondo var með 21 stig og Paul Pierce með sautján og tíu stoðsendingar. Kobe Bryant var með 22 stig í leiknum, Lamar Odom fjórtán og tíu fráköst. Jordan Farmar var með tólf stig. Lakers tók aðeins tvö sóknarfráköst í öllum leiknum og þau komu bæði undir lok leiksins þegar að Boston var löngu búið að vinna leikinn. Boston tók fjórtán sóknarfráköst og tapaði sjö boltum en Lakers tapaði nítján boltum. Doc Rivers á meira en 1500 leiki að baki í NBA-deildinni sem leikmaður og þjálfari en vann í gær sinn fyrsta meistaratitil. Þríeykið Pierce, Allen og Garnett þótti minna mikið á gamla þríeykið hjá Boston þegar liðið var upp á sitt besta fyrir tveimur áratugum - Larry Bird, Kevin McHale og Robert Parish - en margir efuðust um að þeim tækist að vinna titil strax á sínu fyrsta ári saman. En þeir blésu á allt slíkt tal, jafnvel þótt að liðinu hafi gengið fremur illa í fyrstu umferðum úrslitakeppninnar. Þeir kláruðu þetta með stæl í gær og muna fáir í dag eftir leikjunum við Atlanta Hawks. NBA Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira
Boston Celtics varð í nótt NBA-meistari í sautjánda sinn í sögunni eftir 4-2 sigur á Los Angeles Lakers í úrslitarimmu liðanna. Boston hreinlega slátraði Lakers í sjötta leik liðanna í nótt, 131-92. Paul Pierce var valinn besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann hefur í öll sín níu ár í NBA-deildinni leikið með Boston. Þetta var fyrsti titill hans með liðinu sem og fyrsti titill þeirra Ray Allen og Kevin Garnett. Mikil geðshræring greip um sig í liði Boston eftir leik og sá síðastnefndi náði varla að klára sjónvarpsviðtal eftir leik. 22 ár eru liðin síðan að Boston varð síðast meistari í NBA-deildinni en margir af gömlu hetjunum voru á leiknum í gær, til að mynda Bill Russell og John Havlicek. Gamli þjálfari Celtic, Red Auerbach, lést árið 2006 en minning hans var heiðruð í gær. Leikmenn og Doc Rivers, þjálfari Celtic í dag, minntust hans með hlýlegum orðum. Hann vann níu NBA-meistaratitla á sínum ferli en síðan þá hefur Phil Jackson jafnað það met. Boston kom í gær fyrir að Jackson ynni sinn tíunda meistaratitil en hann er nú þjálfari LA Lakers. Boston spilaði frábæra vörn í leiknum og yfirspiluðu Lakers nánast frá fyrstu mínútu. Engu að síður náði Boston ekki að hrista Lakers af sér fyrr en um miðjan annan leikhluta. Staðan var þá 32-29 en þá setti Boston niður tvo þrista í röð og litu aldrei til baka eftir það. Staðan í hálfleik var 58-35 og samtals vann Boston annan leikhluta með 34 stigum gegn fimmtán. Boston var með bensínið í botni allan síðari hálfleik og Lakers átti aldrei minnsta möguleika á að minnka muninn verulega. Kevin Garnett og Ray Allen voru með 26 stig hver í leiknum en Garnett tók fjórtán fráköst í leiknum. Allen hitti úr sjö af níu þriggja stiga tilraunum sínum í leiknum. Rajon Rondo var með 21 stig og Paul Pierce með sautján og tíu stoðsendingar. Kobe Bryant var með 22 stig í leiknum, Lamar Odom fjórtán og tíu fráköst. Jordan Farmar var með tólf stig. Lakers tók aðeins tvö sóknarfráköst í öllum leiknum og þau komu bæði undir lok leiksins þegar að Boston var löngu búið að vinna leikinn. Boston tók fjórtán sóknarfráköst og tapaði sjö boltum en Lakers tapaði nítján boltum. Doc Rivers á meira en 1500 leiki að baki í NBA-deildinni sem leikmaður og þjálfari en vann í gær sinn fyrsta meistaratitil. Þríeykið Pierce, Allen og Garnett þótti minna mikið á gamla þríeykið hjá Boston þegar liðið var upp á sitt besta fyrir tveimur áratugum - Larry Bird, Kevin McHale og Robert Parish - en margir efuðust um að þeim tækist að vinna titil strax á sínu fyrsta ári saman. En þeir blésu á allt slíkt tal, jafnvel þótt að liðinu hafi gengið fremur illa í fyrstu umferðum úrslitakeppninnar. Þeir kláruðu þetta með stæl í gær og muna fáir í dag eftir leikjunum við Atlanta Hawks.
NBA Mest lesið Sir Alex og United goðsagnir í jarðarför: „Hún hefði kunnað að meta það“ Enski boltinn Kenndi Zirkzee um klúðrið hjá Maguire Enski boltinn Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Halla forseti bauð þeim báðum á Bessastaði Sport Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Annað enskt barn heimsmeistari Sport Slógu golfbolta hvors annars og misstu af milljónum Golf Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fleiri fréttir Mætti í körfuboltakjól á hliðarlínuna Medina með rosatölur þegar Hamar vann toppliðið Körfuboltakvöld: Geta Tindastólstelpurnar orðið Íslandsmeistarar? „Er þetta einn af þreyttustu leikmönnunum í NBA?“ Hrafn frá KR í Stjörnuna Unnu fimmtánda leikinn í röð þegar meistararnir komu í heimsókn Njarðvík á að stefna á þann stóra Körfuboltakvöld. Framlenging 12. umferðar Uppgjörið: Keflavík - Valur 77-65 | Anna Ingunn reyndist Keflavík dýrmæt á ögurstundu Aðallega þeir tveir sem við erum að spenntir að fá inn í þetta Uppgjörið: Valur - Stjarnan 83-79 | Nokkuð óvæntur sigur heimamanna Martin glímir við meiðsli í hásin Allt er fertugum LeBron fært „Þetta er það sem gerir þá öðruvísi en önnur lið“ Tryggvi Snær öflugur en það dugði skammt Tindastóll upp fyrir Njarðvík Haukar og Hamar/Þór með góða sigra Uppgjörið: Grindavík - Þór Ak. 64-84 | Þór hafði betur í Smáranum Í bann fyrir skaðlega framkomu og dyrnar opnar „Hann er með vonir og væntingar heils bæjarfélags á bakinu“ „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Uppgjörið: KR - Tindastóll 95-116 | Jólamaturinn fór betur í gestina Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Butler vill í burtu: Tilbúinn að spila með öllum liðum nema Miami Heat Friðrik um viðskilnaðinn við Keflavík: „Ákvað að standa með sjálfum mér“ Fótbrotnaði í NBA leik Var aðdáandi Chiefs áður en Mahomes og Travis mættu til sögunnar „Stoltur af strákunum sem eru að taka töluvert meiri ábyrgð“ „Það er krísa“ Uppgjörið: Keflavík - Álftanes 87-89 | Langþráður sigur Álftnesinga Sjá meira