Viðskipti innlent

Félög Bakkabræðra lækka mest

Ágúst og Lýður Guðmundssynir.
Ágúst og Lýður Guðmundssynir. Mynd/GVA

Gengi bréfa í Bakkavör og Existu hefur lækkað um tæp þrjú prósent í fyrstu viðskiptum dagsins og leiðir lækkanahrinu í Kauphöllinni í dag. Félög tengd þeim Lýði og Ágústi Guðmundssonum eru stærstu hluthafar beggja fyrirtækja.

Þá hefur gengi bréfa í Century Aluminum lækkað um 2,11 prósent það sem af er dags.

Gengi bréfa í Teymi, SPRON, Straumi, Glitni og Kaupþingi hefur lækkað um rúmt prósent. Bréf Landsbankans, Össurar, Atorku, Marel og Alfesca hefur lækkað um tæpt prósent á sama tíma. 

Einungis gengi bréfa í Færeyjabanka hefur hækkað á sama tíma, eða um 0,32 prósent.

Úrvalsvísitalan hefur þessu samkvæmt lækkað um 1,33 prósent og stendur hún í 4.624 stigum. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×