Erlent

Ike truflar geimferðaáætlun

Óli Tynes skrifar
Alþjóða geimstöðin á braut um jörðu.
Alþjóða geimstöðin á braut um jörðu. MYND/NASA

Geimferðastofnanir Bandaríkjanna og Rússlands hafa frestað því að tengja rússneskt birgðafar við Alþjóða geimstöðina, þar sem stjórnstöðin í Texas hefur verið rýmd vegna fellibylsins Ike.

Progress birgðafarinu var skotið á loft frá Rússlandi síðastliðiðinn miðvikudag og átti að tengjast geimstöðinni á morgun.

Því hefur nú verið frestað til næsta miðvikudags. Þá verður Ike væntanlega genginn yfir.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×