Tímaritið National Geographic hefur valið Bláa lónið eina af tíu bestu heilsulindum í Evrópu.
Útsendarar timaritsins skoðuðu heilsulindir í fimm heimshlutum og völdu þær tíu bestu í hverjum.
Um Bláa lónið er sagt að þar geti fólk baðað sig í náttúrulega heitu vatni sem sé ríkt af þörungum og steinefnum.
Svo sé hægt að fá hressandi saltnudd og enda með hreinsadi leirgrímu.
Í heimsókninni í Bláa lónið er svo mælt með því að fólk skoði sig um í þessu landi íss og elda.