Viðskipti innlent

Vísitala framleiðsluverðs upp um prósent í nóvember

Matvælaverð hækkað um 5,2 prósent á milli ára í nóvember í fyrra.
Matvælaverð hækkað um 5,2 prósent á milli ára í nóvember í fyrra.

Vísitala framleiðsluverðs hækkaði um eitt prósent á milli mánaða í nóvember í fyrra, samkvæmt útreikningum Hagstofunnar. Mest hækkað vísitalan fyrir sjávarafurðir, eða um 2,7 prósent. Hún lækkaði hins vegar um 1,1 prósent fyrir vörur sem framleiddar voru og seldar innalands á tímabilinu. Framleiðsluverð útfluttra afurða hækkaði hins vegar um 2,3 prósent.

Sé vísitala framleiðsluverð skoðuð milli ára kemur í ljós að vísitalan hefur lækkað um 4,6 prósent frá árinu 2006. Þar af lækkaði verðvísitala stóriðju um 14,3 prósent og sjávarafurða sjávarafurða um 0,8 prósent. Matvælaverð hækkaði hins vegar um 5,2 prósent á sama tíma.

Nánar má lesa um vísitölu framleiðsluverðs á vef Hagstofunnar






Fleiri fréttir

Sjá meira


×